Starfshópur skilar skýrslu um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu Heimsljós kynnir 4. júní 2019 10:00 Öll verkefni og aðgerðir í tvíhliða þróunarsamvinnu eiga að vera í samræmi við meginreglur mannréttinda og byggja á vönduðum greiningum á stöðu mannréttinda, áhrifum inngripa og öðrum viðeigandi þáttum, segir í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um mannréttindamiðaða nálgun í tvíhliða þróunarstarfi. Starfshópurinn sem vann skýrsluna leggur til að mótuð verði heildræn stefnumið um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu og áréttar að mannréttindi verði lögð til grundvallar í þróunarsamvinnu með þátttöku íslensks atvinnulífs.Forsíða skýrslunnar„Í nýrri stefnu Íslands í þróunarsamvinnu sem Alþingi samþykkti á dögunum, er tekið mið af þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur fullgilt á sviði mannréttinda og þar er mörkuð sú róttæka stefna að allt starf okkar byggist á mannréttindamiðaðri þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Ég skipaði starfshóp í lok síðasta árs til að greina og útfæra heppilegar leiðir fyrir Ísland til að nýta við innleiðinguna og skýrslan er byggð á niðurstöðum hans. Nú tekur við vinna við útfærslu stefnumiðanna,“ segir utanríkisráðherra. Starfshópurinn kynnti sér stefnuviðmið utanríkisráðuneytisins, stefnu nágrannalanda og helstu strauma á sviði mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða starfi. Rætt var við starfsfólk í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands, sérfræðinga, talsmenn mannréttinda og starfsfólk hins opinbera í samstarfslöndunum, Malaví og Úganda. Þá var rætt við þingmenn og sérfræðinga á Norðurlöndunum sem hafa langa reynslu á þessu sviði, bæði innan þróunarsamvinnuskrifstofa nágrannalandanna og við Mannréttindastofnun Danmerkur. Í niðurstöðum starfshópsins er 21 tillaga sett fram auk tillögu að framkvæmdaáætlun. Þar segir meðal annars að Ísland eigi að vinna að umbreytandi mannréttindaverkefnum í samstarfslöndum og móta nýtt samstarf til að ná mannréttindatengdum markmiðum sínum. Enn fremur segir að mannréttindi verði lögð til grundvallar þegar íslenskt atvinnulíf er virkjað í tengslum við tvíhliða þróunarsamvinnu og að málsvarastarf verði mótað á markvissan hátt og vægi þess aukið til muna. Þá er lagt til að starfsfólk í þróunarsamvinnu fái hagnýta fræðslu um mannréttindamiðaða nálgun og hafi greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu, tæknilegri aðstoð og verkfærakistu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent
Öll verkefni og aðgerðir í tvíhliða þróunarsamvinnu eiga að vera í samræmi við meginreglur mannréttinda og byggja á vönduðum greiningum á stöðu mannréttinda, áhrifum inngripa og öðrum viðeigandi þáttum, segir í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um mannréttindamiðaða nálgun í tvíhliða þróunarstarfi. Starfshópurinn sem vann skýrsluna leggur til að mótuð verði heildræn stefnumið um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu og áréttar að mannréttindi verði lögð til grundvallar í þróunarsamvinnu með þátttöku íslensks atvinnulífs.Forsíða skýrslunnar„Í nýrri stefnu Íslands í þróunarsamvinnu sem Alþingi samþykkti á dögunum, er tekið mið af þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur fullgilt á sviði mannréttinda og þar er mörkuð sú róttæka stefna að allt starf okkar byggist á mannréttindamiðaðri þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Ég skipaði starfshóp í lok síðasta árs til að greina og útfæra heppilegar leiðir fyrir Ísland til að nýta við innleiðinguna og skýrslan er byggð á niðurstöðum hans. Nú tekur við vinna við útfærslu stefnumiðanna,“ segir utanríkisráðherra. Starfshópurinn kynnti sér stefnuviðmið utanríkisráðuneytisins, stefnu nágrannalanda og helstu strauma á sviði mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða starfi. Rætt var við starfsfólk í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands, sérfræðinga, talsmenn mannréttinda og starfsfólk hins opinbera í samstarfslöndunum, Malaví og Úganda. Þá var rætt við þingmenn og sérfræðinga á Norðurlöndunum sem hafa langa reynslu á þessu sviði, bæði innan þróunarsamvinnuskrifstofa nágrannalandanna og við Mannréttindastofnun Danmerkur. Í niðurstöðum starfshópsins er 21 tillaga sett fram auk tillögu að framkvæmdaáætlun. Þar segir meðal annars að Ísland eigi að vinna að umbreytandi mannréttindaverkefnum í samstarfslöndum og móta nýtt samstarf til að ná mannréttindatengdum markmiðum sínum. Enn fremur segir að mannréttindi verði lögð til grundvallar þegar íslenskt atvinnulíf er virkjað í tengslum við tvíhliða þróunarsamvinnu og að málsvarastarf verði mótað á markvissan hátt og vægi þess aukið til muna. Þá er lagt til að starfsfólk í þróunarsamvinnu fái hagnýta fræðslu um mannréttindamiðaða nálgun og hafi greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu, tæknilegri aðstoð og verkfærakistu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent