Langt þar til þingmenn komast í frí Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Stjórnarandstaðan veigrar sér við að beita málþófi vegna aðferða Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Pakkinn er 7. mál á dagskrá í dag. Vísir/Vilhelm Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira