Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Ari Brynjólfsson skrifar 4. júní 2019 08:00 Fimm manns voru um borð í jeppa Alexanders Tikhomirov sem ók út á jarðhitasvæði í nágrenni Mývatns. Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot sitt. Fréttablaðið/Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira