Boðað til Báramótabrennu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2019 16:13 Bára sagðist á dögunum í viðtali við Vísi ætla að ráðfæra sig við lögmenn sína um hvernig væri best að eyða hljóðupptökunum. Vísir/Vilhelm Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019 Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Bára sagðist á Twitter í gær ætla að eyða upptökunum og óskaði eftir hugmyndum hvernig standa ætti að því. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Bára hefði brotið lög um persónuvernd með upptöku á samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar, í næsta húsi við Alþingi, í nóvember. Þá þyrfti hún eyða upptökunum en Báru er engin refsing gerð. Fram kemur í upplýsingum um viðburðinn að Auður Tinna Arinbjarnardóttir og Ragnar Aðalsteinsson muni sjá um að skrásetja viðburðinn. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, flytur opnunarávarp fyrir hönd stuðningshópsins Takk Bára. Valdir kaflar upptökunnar verða kvaddir sérstaklega en sá liður viðburðarins er ekki útskýrður nánar. „Upptökum verður svo eytt með viðhöfn og í kjölfarið er fólki frjálst að grípa í míkrófóninn, fyrst til að segja eitthvað uppbyggilegt og svo breytist Gaukurinn í allsherjar karaoke-partý.“ Í úrskurði Persónuverndar sagði að Bára þyrfti að sýna fram á að upptökunum hefði verið eytt með réttum hætti. Ókeypis er inn og óminnismjöður og samviskuskot verða á tilboði, sömuleiðis kokkteill kvöldsins, Blackout36. „Það má koma með eigin upptökutæki og vera í dulargervi. Við hvetjum þó fólk til að reyna að vera meira sexý en í fyrra.“ Viðburðurinn hefst klukkan 21 en nánar má kynna sér viðburðinn hér.Ætla að eyða upptökunum við kjánalega mikla viðhöfn bráðum. Hugmyndir að nafni og lýsingu á atburðinum? Ætti ég að panta lögregluna? Mæta dulbúinn? Lifefeeda? Panta backupdansara? #klusterfuck #eyðinginmikla— Bára Halldórsdóttir (@bee_how) June 3, 2019
Miðflokkurinn Persónuvernd Tímamót Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég tók þetta á mig algjörlega viljandi“ Bára segist í samtali við fréttastofu vera í veikindafríi þessa dagana enda hafi málið tekið mikinn toll af henni. Hún hyggst á allra næstu dögum ráðfæra sig við sína lögmenn um hvernig best sé að eyða hljóðupptökunum því í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Bára þurfi að sýna fram á að þeim hafi verið eytt með réttum hætti. 27. maí 2019 11:59