Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum og vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum.
Konan er instagramstjarnan Kinsey Wolanski og var hún klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy.
Parið kom sérstaklega til Íslands í júní á síðasta ári til að skoða landið og skella sér á Secret Solstice tónlistarhátíðina.
Hópurinn fór á fjórhjólum um Sólheimasand, í River Rafting, Rib Safari í Vestmannaeyjum, í Bláa Lónið og á hestbak.
Vitaly Zdorovetskiy er bannaður á hverjum einasta íþróttaleikvangi í heiminum, og þá sérstaklega úrslitaleikjum.
Alls staðar eru myndir af honum og viðvaranir svo starfsfólk þekki hann við sjón til að hindra að hann komist inn.
Fyrir leikinn á laugardaginn náði hann að blekkja öryggisteymi UEFA með því að birta myndir og myndbönd af sér frá Balí svo það leit út fyrir að hann væri ekki nálægt leikvanginum. Svo var ekki. Zdorovetskiy var í dulargervi inni á vellinum og náði að sjá kærustuna hlaupa inn á eins og hann birti á Instagram.
Hér að neðan má sjá myndir frá ferð parsins til landsins.



