Orkuskiptin Eyþór Arnalds skrifar 3. júní 2019 07:00 Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Samgöngur Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Orkan okkar hefur breytt miklu. Rafljós kom í stað gas- og lýsisljóss. Heita vatnið kom í stað kolakyndingar. Fyrst kom hitaveita í Reykjavík fyrir 90 árum. Það var bylting. „Kolefnissporið“ var ansi áberandi enda lá þykkur reykjarmökkur yfir borginni. Tvennt vannst með hitaveitunni. Umhverfisbót og sparnaður gjaldeyris. Sambærilegt átak er mögulegt með orkuskiptum í samgöngum. Á hverju ári flytjum við inn gríðarlega mikið af eldsneyti á bifreiðar, bæði dísil og bensín. Kostnaðurinn er tugir milljarða á hverju ári. Flestir eru sammála um að ekkert land sé í betri færum til að fara í orkuskipti í samgöngum, en einmitt Ísland. Við höfum stigið varfærin skref á síðustu fimm árum, en lengra þarf að ganga til að fara alla leið. Í Noregi hefur sala rafbíla tekið risastökk og voru 58% nýrra bíla hreinir rafbílar í mars. Þar hefur þó komið í ljós að uppbygging innviða hefur verið of hæg. Við þurfum að auðvelda þeim sem búa í fjölbýli að hlaða rafbíla sína. Reykjavíkurborg getur sem eigandi Orkuveitu Reykjavíkur farið í hraða uppbyggingu á innviðum fyrir rafbíla. Hingað til hefur verið farið í takmörkuð tilraunaverkefni sem lofa góðu. Nú er rétti tíminn til að taka stóra skrefið líkt og forverar okkar í borgarstjórn gerðu þegar hitaveitan fór af stað. Með þessu vinnum við svo margt. Loftgæði batna. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkar. Gjaldeyrir fyrir tugi milljarða sparast. Svo ekki sé minnst á bætta hljóðvist. Sjálfur hefur ég verið á rafmagnsbílum eingöngu síðustu fimm og hálft ár. Reynslan er ekki góð. Hún er frábær. Ef Jón Þorláksson og aðrir forgöngumenn hitaveitunnar í Reykjavík gátu gert þetta mikla átak fyrir um 90 árum eigum við tvímælalaust að geta auðveldað íbúum höfuðborgarinnar að nýta íslenska og hreina orku á bílana okkar. Strætó og atvinnutæki eru ekki undanskilin. Rafhjól og skutlur líka. Nýtum þetta tækifæri og förum alla leið.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar