Ráðist ítrekað að transkonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 21:00 Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02