Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 15:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann hefur ásamt flokksbræðrum sínum skeggrætt þriðja orkupakkann til hins ítrasta. Vísir/vilhelm Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira