Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 09:24 Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hafði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Vísir/ap Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45