Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 17:41 Ísland er ekki á vetraráætlun flugfélagsins. Vísir/Getty Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira