Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmark Mjällby gegn Jönköpings í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Gísli Eyjólfsson og Óttar Magnús voru báðir á bekknum þegar leikar hófust en komu báðir inn sem varamenn í seinni hálfleik.
Óttar kom inn á 79. mínútu og átta mínútum síðar skoraði hann eina mark leiksins og tryggði Mjällby sigurinn í leiknum.
Mjällby er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig eftir 11 leiki.
Óttar tryggði Mjällby sigur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
