90 sm hrygna við opnun Langár Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2019 14:51 Jógvan með 90 sm hrygnu úr Glanna í morgun í Langá á Mýrum Mynd: Jógvan Hansen Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í morgun og það er óhætt að segja að hún hafi sýnt og sannað að hún er ekki lengur hreinræktuð smálaxaá. Þegar Veiðivísir kíkti í Langá á laugardaginn var töluvert af laxi í Strengjum og í Glanna og mest af því fallegur tveggja ára lax. Einn af þeim tók fluguna hjá Jógvan Hansen í morgun og var það 90 sm hrygna sem veiddist í Glanna. Fleiri laxar hafa veiðst og nokkrir einnig sloppið af svo það er greinilega gott líf í Langá sem á það því líklega að þakka að vatnsforðinn í ánni sem kemur úr Langavatni heldur henni í því sem er venjulegt júlívatn. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig veiðin verður á seinni vaktinni en það er útlit fyrir að það þykkni aðeins upp og þá getur kvöldið orðið gott. Forðinn í Langavatni ætti samkvæmt Jóhannesi veiðiverði að duga fram um miðjan júlí en engu að síður væri öll rigning vel þegin í Langá eins og í aðrar ár í Borgarfirði. Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í morgun og það er óhætt að segja að hún hafi sýnt og sannað að hún er ekki lengur hreinræktuð smálaxaá. Þegar Veiðivísir kíkti í Langá á laugardaginn var töluvert af laxi í Strengjum og í Glanna og mest af því fallegur tveggja ára lax. Einn af þeim tók fluguna hjá Jógvan Hansen í morgun og var það 90 sm hrygna sem veiddist í Glanna. Fleiri laxar hafa veiðst og nokkrir einnig sloppið af svo það er greinilega gott líf í Langá sem á það því líklega að þakka að vatnsforðinn í ánni sem kemur úr Langavatni heldur henni í því sem er venjulegt júlívatn. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig veiðin verður á seinni vaktinni en það er útlit fyrir að það þykkni aðeins upp og þá getur kvöldið orðið gott. Forðinn í Langavatni ætti samkvæmt Jóhannesi veiðiverði að duga fram um miðjan júlí en engu að síður væri öll rigning vel þegin í Langá eins og í aðrar ár í Borgarfirði.
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði