Bara falsfrétt? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun