Búið að semja um þinglok Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Samkomulag um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi náðist nú fyrir skömmu. Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna en samið hefur verið um að fresta þriðja orkupakkanum fram á síðsumarþing í byrjun september og einnig verður gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Fundað hefur verið um þinglok á Alþingi í dag en í síðustu viku virtist sem samkomulag væri í höfn. Það strandaði hins vegar á Miðflokknum og var þingfundi frestað á föstudag án samninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir í samtali við Vísi að niðurstaðan feli í sér að umræða um 3. Orkupakkann muni bíða fram í lok ágúst eða byrjun september. Í millitíðinni muni Miðflokknum, og öðrum flokkum hafi þeir áhuga, tækifæri til að láta vinna sérfræðiálit um málið. Þá verði gildistöku frumvarps um innflutning á hráu kjöti frestað fram að áramótum og tíminn notaður til að meta áhrif af boðuðum mótvægisaðgerðum stjórnvalda. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu vegna þess að hún býr til þetta tækifæri til að menn geti sest betur yfir málin, skoðað allt sem hefur verið að koma fram varðandi orkupakkann, og svo vonandi tekið afstöðu sem byggist á bestu fáanlegum upplýsingum,“ segir Sigmundur. Hann segir að framhaldið velti á því hvað þingið vinni hratt næstu daga. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur til dæmis ekki fyrir enn. Þinglok gætu þó orðið á morgun eða hinn, að sögn Sigmundar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í kvöldfréttum að samkomulagið væri í takt við það sem hún lagði sjálf til fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég [vil] minna á að hér náðist samkomulag í síðustu viku við fjóra aðra flokka í stjórnarandstöðunni um tilteknar breytingar á tilteknum málum og að einu máli yrði frestað. Eðli þess samkomulags sem náði hér í dag er algjörlega sambærilegt því sem ég lagði til fyrir nokkrum vikum.“ Samkomulagið feli m.a. í sér að þriðji orkupakkinn verði afgreiddur á stuttu síðsumarþingi í lok ágúst og byrjun september, svokölluðum „stubbi“ á þinginu sem nú er að ljúka. Enginn sérfræðingahópur um málið verði hins vegar skipaður, líkt og Miðflokksmenn fóru fram á í síðustu viku, en á það hafi ekki verið fallist. Þá hafi miðflokkurinn lagt áherslu á eitt þingmannamál eins og aðrir stjórnarandstöðuflokkar. „Það sem að ég tel stóra málið í þessu samkomulagi er að aðilar gangast undir þá grundvallarreglu að vilji meirihlutans í þessu máli verði leiddur fram og þá tel ég það ekki öllu skipta nákvæmlega hvenær það verður gert,“ sagði Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. 18. júní 2019 16:12
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50