Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2019 16:20 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir formaður Trans Íslands-félagsins sem barist hefur mjög fyrir þessu máli. Ugla tók virkan þátt í gerð frumvarpsins. FBL/Stefán Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu. Frumvarpið komst óvænt í sviðsljósið á dögunum þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks krafðist þess að það yrði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. Var það liður í samkomulagi milli Miðflokks og ríkisstjórnarinnar svo ganga megi frá þinglokum. Samkvæmt þessu virðist sem Miðflokkurinn hafi fallið frá þessari kröfu sinni. 45 greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimmtán voru fjarstaddir en þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson, þingmenn Miðflokksins, sátu hjá. Aðrir þingmenn Miðflokksins voru fjarverandi. Frumvarpið gengur út á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Það þýðir að fólk getur farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá, og skilríkjum sínum öllum þar með án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Viðkomandi einstaklingur þarf ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að „skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi,“ svo vitnað sé í frumvarpið. Þá felur frumvarpið einnig í sér að þriðja kynið er nú lögleitt: Hlutlaus skráning kyns er nú heimil. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X. Alþingi Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu. Frumvarpið komst óvænt í sviðsljósið á dögunum þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks krafðist þess að það yrði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. Var það liður í samkomulagi milli Miðflokks og ríkisstjórnarinnar svo ganga megi frá þinglokum. Samkvæmt þessu virðist sem Miðflokkurinn hafi fallið frá þessari kröfu sinni. 45 greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimmtán voru fjarstaddir en þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson, þingmenn Miðflokksins, sátu hjá. Aðrir þingmenn Miðflokksins voru fjarverandi. Frumvarpið gengur út á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Það þýðir að fólk getur farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá, og skilríkjum sínum öllum þar með án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Viðkomandi einstaklingur þarf ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að „skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi,“ svo vitnað sé í frumvarpið. Þá felur frumvarpið einnig í sér að þriðja kynið er nú lögleitt: Hlutlaus skráning kyns er nú heimil. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.
Alþingi Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04