17. júní er uppáhaldsdagur íslenska fánans Kristín Dís Ingilínardóttir skrifar 18. júní 2019 06:15 Íslenski fáninn blakti víða á 17. júní en veðurblíðan lék við landann þennan þjóðhátíðardaginn. Fréttablaðið/Valli Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn. 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga lætur sjaldséður gestur sjá sig víða en fáa daga ársins skarta jafn margir þjóðfánanum og 17. júní. „Þetta er uppáhaldsdagur fánans,“ segir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og höfundur bókanna Fáninn og Þjóðfáni Íslands. Hann segir langflesta landsmenn flagga á 17. júní og telur það vel við hæfi ekki síst vegna þess að þjóðfáninn eigi næstum því afmæli þá. „Hann á afmæli 19. júní, það er dagurinn sem hann var samþykktur af Danakonungi árið 1915,“ en Herði þykir sérstaklega vænt um fánann vegna einstakrar sögu hans. Árið 1914 auglýsti svokölluð fánanefnd, sem sett hafði verið á laggirnar stuttu áður, eftir tillögum frá almenningi að íslenskum sérfána. 28 tillögur bárust fánanefnd en tvær tilnefningar voru sendar til Danakonungs til samþykkis, önnur af heiðbláum fána með hvítum krossi og hin af þjóðfánanum sem Íslendingar þekkja vel í dag. „Þetta er í raun öðruvísi saga en af flestum öðrum þjóðfánum vegna þess að fáninn er búinn til af almenningi, allir máttu koma með tillögu að fána og ein af þeim tillögum var valin.“ Hörður Lárusson hefur gefið út tvær bækur sem helgaðar eru íslenska fánanum.?Mynd/Ari Magg Hörður telur þetta einstakt á heimsvísu. „Ég tala nú ekki um þar sem þetta var rétt eftir þarsíðustu aldamót,“ bætir hann við. Þjóðfáninn hefur verið Herði hugleikinn síðasta áratug en í annarri bók hans, Fánanum, birtust tillögur fánanefndarinnar í fyrsta sinn á myndrænan hátt. „Ég á rosalega erfitt með að velja uppáhaldsfána, þeir eru margir mjög fallegir,“ segir Hörður en nefnir þó einn fyrirferðarlítinn fána sem sé ólíkur öðrum tillögum. „Hann er tvískiptur, blár og hvítur, með gylltri stjörnu í miðjunni.“ Hörður lýsir því að hann hafi hitt afabarn sjómannsins sem átti heiðurinn af þeirri tillögu og komist þannig að sögu fánans. „Hugmyndin var að fáninn yrði líkt og pólstjarnan sem sjómenn sigldu eftir þá, sem mér finnst falleg tilvísun,“ segir Hörður og telur hugmyndina vera óhefðbundna, enda tengist það heldur öðrum heimsálfum að hafa stjörnu á þjóðfánum. Hörður segir fánann hafa lifað ýmislegt en að enn sé hann lítið gildishlaðinn sem geri hann svolítið sérstakan. „Það eru engar stríðstengingar sem loða við hann né neikvæð merking.“ Sjálfum finnst Herði fáninn fallegur og segir hann hafa verið dyggan vin enda hafi hann alist upp með honum. Aðspurður segir Hörður íslenska fánann þrátt fyrir fegurð ekki vera í tísku. „Hann þykir nú almennt ekki mikið tískudýr.“ Hann vonar þó að fáninn fái meiri athygli og væri til í að sjá hann oftar á lofti en á þjóðhátíðardaginn.
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Íslenski fáninn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira