Forsætisráðherra segir þjóðina geta tekist á við stinningskalda þó blási á móti í efnahagslífinu Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 11:45 Katrín ræddi efnahagsmál og aðgerðir gegn loftslagshamförum í hátíðarræðu sinni. Mynd/Sigurjón Ragnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki 17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki
17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira