Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 12:31 Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira