Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 18:41 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“ Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“
Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira