Forseti UEFA gagnrýnir ensk félög: „Ekkert vandamál ef tvö lið frá Aserbaídsjan hefðu þurft að spila í London“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2019 14:00 Ceferin afhendir Chelsea-mönnunum César Azpilicueta og Gary Cahill Evrópudeildarbikarinn. vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann. Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að gagnrýni Arsenal og Chelsea vegna úrslitaleik Evrópudeildarinnar sé ekki til þess fallin að auka vinsældir Englendinga innan Knattspyrnusambands Evrópu. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fór fram á Ólympíuleikvanginum í Bakú í Aserbaídsjan. Chelsea vann leikinn, 4-1.Illa gekk að selja miða á leikinn og Arsenal og Chelsea skiluðu rúmlega helmingi þeirra miða sem félögunum var úthlutað. Þá fór Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, ekki með til Aserbaídjans vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralangri milliríkjadeilu við Aserbaídsjan. Ceferin gagnrýndi Arsenal og Chelsea í ræðu sem hann hélt í Oxford háskólanum í gær. „Alltaf þegar við erum með ensk félög er alltaf kvartað. Þið aukið ekkert á vinsældir ykkar með því,“ sagði Ceferin sem segir eðlilegt að úrslitaleikurinn hafi farið fram í Bakú. „Ef einhver spyr mig af hverju leikurinn var í Bakú svara ég: vegna þess að þar býr fólk, homo sapiens. Ef tvö asersk félög þyrftu að spila í London myndi enginn kvarta. Þau myndu koma og ekkert vesen. Við ákváðum fyrir einu og hálfu ári að úrslitaleikurinn færi fram í Bakú á nýjum velli sem tekur 70.000 manns í sæti,“ sagði Slóveninn sem var endurkjörinn forseti UEFA fyrr á þessu ári. Bakú er ein þeirra borga þar sem EM 2020 fer fram. Ceferin segir að það breytist ekkert þrátt fyrir vandræðin í kringum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Við þurfum að þróa fótboltann alls staðar, ekki bara á Englandi og í Þýskalandi,“ sagði hann.
Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira