Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 12:30 Nýr Herjólfur kom til Eyja í gær hlaðinn varahlutum og öðrum búnaði. Þar á meðal var aukaskrúfa og öxull sem saman vega um tíu tonn. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira