Stefnir á að taka næsta skref Hjörvar Ólafsson skrifar 14. júní 2019 10:30 Dagur Kár kveðst ánægður með frammistöðu sína á fyrsta tímabilinu sem atvinnumaður. vísir/anton Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum