Óli Kristjáns: Tölfræði er eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 21:33 Ólafur Kristjánsson vísir/bára Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Það var mikið um dramatík í leik FH og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði það segja sína sögu að bæði lið hefðu verið brjáluð út í dómarann. „Ég verð að vera sáttur við stigið. Það þýðir ekkert að spá í því hvort ég sé það eða ekki, þetta er bara það sem við fengum út úr leiknum,“ sagði Ólafur í leikslok. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. „Súrsætt, mér fannst við fá færi í fyrri hálfleik, Stjarnan kannski með yfirburði en við fengum góð færi. Mér fannst við vera með yfirburði í seinni hálfleik.“ Mörk FH komu á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleik upp úr föstum leikatriðum eftir að Stjarnan hafði komist 2-0 yfir. Hvað var Ólafur ánægðastur með í leik sinna manna? „Voðalega erfitt svona rétt eftir 2-2 leik þar sem allt er vitlaust er erfitt að tala um hvað var best.“ „Við komumst vel upp á en það vantaði skerpu að koma okkur inn í á síðasta þriðjung, voru nokkrir boltar sem fóru þvert yfir teiginn það sem það vantaði að við myndum pota honum inn. „End productið“ var ekki alveg til staðar.“ Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu, Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir að Atli Guðnason var dæmdur brotlegur. Undir lok leiksins slapp FH við að fá dæmda á sig vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni innan teigs. „Tveir þjálfarar alveg brjálaðir út í dómarann, það er nokkuð merkilegt.“ „Eins og ég sé þetta þá finnst mér Atli taka boltann en svo þegar ég sé endursýninguna þá sé ég mögulega eitthvað annað en mér fannst aukaspyrnan sem þeir fengu í aðdragandanum vera mjög soft.“ „Það segir sína sögu að tveir bekkir, tvö lið, tveir þjálfarar séu kolbrjálaðir út í stjórnandann en svona er þetta.“ FH hefur aðeins náð í einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, hefur Ólafur einhverjar áhyggjur af ástandinu? „Nei. Tölfræði er svona eins og mínípils, hún sýnir ýmislegt en ekki endilega það skemmtilegasta,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn