Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 14. júní 2019 22:45 Castillion skoraði eitt marka Fylkis. vísir/daníel þór Fylkir hafði betur gegn toppliði Breiðabliks í sannkölluðum markaleik í Árbænum í kvöld, 4-3. Sjö mörk voru skoruð en staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik. Fylkir byrjaði þennann leik að krafi og fengu sitt fyrsta færi á 2. mínútu leiksins þegar Helgi Valur Daníelsson átti skalla í stöngina. Fyrsta markið kom síðan skömmu síðar, Valdimar Þór Ingimundarson nýtti sér þar mistök Gunnleifs Gunnleifsson, markvarðar Breiðabliks, eftir að hann skaut boltanum í Valdimar. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Valdimar sem setti boltann í hálf opið mark Breiðabliks. Það verður að teljast athyglisvert hvernig Breiðablik mætti til leiks í kvöld, þeir sýndu slaka frammistöðu í fyrri hálfleik og verða að teljast heppnir þegar þeir skoruðu jöfnunar markið. Breiðablik hafði ekki skapað sér eitt einasta færi þegar Höskuldur Gunnlaugsson, náði skoti að marki fyrir utan teig og boltinn hafnaði í netinu, 1-1, eftir hálftíma leik. Fylkir leiddi að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 2-1, Castillion skoraði annað mark heimamanna undir lok fyrri háflleiks og kom þeim í sanngjarna stöðu fyrir hálfleikinn. Það mátti alveg búast við því að Blikarnir myndu mæta ákveðnari til leiks í síðari hálfleik eftir slaka frammistöðu í þeim fyrri. Damir Muminovic jafnaði leikinn strax á upphafs mínútunum eftir hornspyrnu. Gestirnir náðu þó engu flugi því Árbæingar bættu sínu þriðja marki við á 57. mínútu. Ásgeir Eyþórsson með frábært mark eftir hornspyrnu Kolbeins Finnssonar. Tæpum 10 mínútum síðar skoraði Valdimar Þór, sitt annað mark. Daði Ólafsson, sem hafði komið inná í síðari hálfleik með fyrirgjöfina fyrir mark Blikana og Valdimar kom Fylki í kjörstöðu, tveimur mörkum yfir. Thomas Mikkelsen minnkaði muninn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, lengra komust Blikarnir ekki og fögnuðu heimamenn sínum fyrsta sigra á Wurth-vellinum, 4-3. Af hverju vann Fylkir? Fylkismenn mættu að öllu leyti betur til leiks, þeir voru vel undirbúnir, pressuðu vel frá fyrstu mínútu og uppskáru eftir því. Þetta var einn lélegasti leikur sem Breiðablik hefur sýnt á tímabilinu og leikmenn Fylkis nýttu sér það vel.Hverjir stóðu upp úr?Valdimar Þór Ingimundarson var besti maður vallarins, skoraði tvö mörk og lagði upp annað. Þeir Helgi Valur Daníelsson og Kolbeinn Birgir Finnsson voru einnig virkilega góðir í kvöld. Aron Bjarnason var besti maður Breiðabliks, stanslaust á ferðinni og ógnandi en það vantaði menn með honum. Hvað gekk illa? Vörnin hjá Breiðablik var afar léleg í kvöld. Þeir áttu erfitt með pressuna frá Fylkir og ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Leikmenn Breiðabliks voru líka ekki samstilltir í kvöld, margar sendingar og föst leikatriði sem voru ekki að rata á samherja. Hvað gerist næst? 9. umferð Pepsí Max deildarinnar hefst á þriðjudaginn en henni lýkur ekki strax vegna Evrópuleikja. Breiðablik mætir Stjörnunni í Garðabænum á þriðjudaginn. Næsti leikur Fylkis er á sunnudaginn einnig gegn Stjörnunni en það er leikur í 10. umferð.Valdimar Þór var maður leiksins í kvöldvísir/báraValdimar: Helgi mun sjá eftir þessu „Bara æðislegt, geggjað,“ voru fyrstu orð Valdimars Þórs Ingimundarsonar, leikmanns Fylkis, eftir sigurinn á Breiðabliki í kvöld. Valdimar Þór var maður leiksins eftir frábæra frammistöðu gegn toppliði Breiðabliks í kvöld. Valdimar lagði upp eitt mark og skoraði sjálfur tvö mörk. „Það er geggjað að fá fyrstu þrjá punktana á móti toppliðinu á heimavelli“ sagði Valdimar enn þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli. Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og fengu fyrsta dauðafærið á fyrstu mínútum leiksins og skoruðu eftir aðeins 6 mínútna leik. Valdimar segir að leikmenn hafi verið vel undirbúnir og hafi sótt í Árbæjar geðveikina fyrir þennann leik. „Við fórum í Árbæjar-stemninguna, fórum þetta bara á geðveikinni. Við pressuðum þá vel og gáfum þeim ekkert eftir,“ sagði Valdimar Þór. „Við fórum mjög vel yfir þá í vikunni og vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Þetta var smá rússíbani að spila þennan leik,“ sagði Valdimar sem lýsir þessu sem ákveðnum rússíbana að spila í sjö marka leik. Breiðblik jafnaði leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og viðurkennir Valdimar að smá skjálfti hafi komið upp við það. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög illa sem var mjög vont fyrir okkur en við vorum svo fljótir að bregðast við. Þetta var síðan orðin svolítið stressandi þegar þeir skoruðu þriðja markið en við unnum leikinn og það er fyrir öllu.“ Þjálfari liðsins, Helgi Sigurðsson, sagði við Valdimar eftir leik að hann þyrfti að fara í viðtal þar sem hann ætti ekki eftir að eiga svona góðan leik aftur, Valdimar var ekki sammála honum þar. „Hann mun sjá eftir þessum orðum“ sagði Valdimar að lokum.Helgi Sigurðsson, sáttur á hliðarlínunniVísir/BáraHelgi Sig: Þetta var okkar langbesti leikur í árHelgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var heldur ánægður með sína menn eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld. „Þetta var algjörlega til fyrirmyndar hjá okkur frá fyrstu mínútu. Við gáfum Blikunum ekkert eftir og vissum alveg hvar þeirra veikleikar voru. Við nýttum okkur þá veikleika og menn voru tilbúnir að fórna sér.“ Helgi segist vera virkilega ánægður með það hvernig hans leikmenn mættu til leiks og að leikplanið hafi gengið að óskum í dag. Hann hafði óskað eftir því frá strákunum að þeir myndu taka næsta skref og vinna þessi topplið sem þeir hafa verið að gera jafntefli við. „Að skora fjögur mörk gegn svona sterku liði er nátturlega frábært, þótt að maður sé alltaf fúll að fá á sig mörk þá er það sigurinn sem skiptir máli. Við höfum verið að gera jafntefli við þessi stóru lið svo ég sagði við strákana að nú þyrftum við að fara að þroskast, vinna þessi lið og sýna smá „statement“ og það gerðum við í dag,“ sagði Helgi. Fylkir fékk á sig þrjú mörk í dag en Helgi segist ekkert ætla að eyða orku í það og einblínir heldur á það jákvæða úr leiknum. „Blikarnir munu í flestum leikjum skora mörk en við vorum bara staðráðnir í því að skora fleiri mörk. Það má alltaf finna eitthvað sem má bæta en ég kýs að horfa á það jákvæða í dag. Við erum núna búnir að taka 7 stig í síðustu þremur leikjum sem er mjög jákvætt og við ætlum að halda þessu áfram,“ sagði Helgi. „Það er alveg vitað að við þurfum að koma okkur fljótt niður á jörðina aftur, þetta er jöfn deild og það geta allir unnið alla. Við erum ánægðir með okkar dagsverk í dag en þessi leikur gefur okkur ekkert í næsta leik.“ „Þetta var okkar langbesti leikur í ár. Þrátt fyrir að Blikarnir hafi fengið einhver færi hérna undir lokin þá var ég ekkert hræddur um þetta, ég sá það bara á augnaráðinu á strákunum að þeir ætluðu sér að klára þetta“ sagði Helgi að lokum.Ágúst Þór Gylfason þjálfari Blika.Vísir/AntonGústi Gylfa: Þetta er ekki ásættanlegt fyrir okkur„Við erum mjög ósáttir við frammistöðu okkar bæði í fyrri hálfleik og seinni“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks. „Við komum mjög svekktir með sjálfa okkur eftir leikinn. Við erum staðráðnir í því að snúa þessu við, það hefur verið góður gangur á okkur en fáum svo fjögur mörk á okkur á Fylkisvellinum, það er ekki ásættanlegt fyrir okkur.“ sagði Gústi ansi óánægður með frammistöðu liðsins í kvöld „Við fáum ekkert útúr þessu og það er stutt í næsta leik á móti Stjörnunni og við megum ekki grafa okkur ofan í einhverja holu heldur verðum við að rífa okkur upp úr þessu“ Blikarnir sýndu ekki sitt rétta andlit í kvöld en það er þó alveg vitað hvað þeir geta og segir Gústi að þeir líti heldur í þeirra fyrri leiki og gleymi þessum leik sem fyrst „Það er nokkuð ljóst og við þurfum bara að hugsa til síðustu leikja sem við höfum verið að spila, hvað við vorum að gera vel þar og einbeita okkur að því, ekki að hugsa neitt um þennann leik“ sagði Ágúst Þór að lokum Pepsi Max-deild karla
Fylkir hafði betur gegn toppliði Breiðabliks í sannkölluðum markaleik í Árbænum í kvöld, 4-3. Sjö mörk voru skoruð en staðan var 2-1 fyrir heimamenn í hálfleik. Fylkir byrjaði þennann leik að krafi og fengu sitt fyrsta færi á 2. mínútu leiksins þegar Helgi Valur Daníelsson átti skalla í stöngina. Fyrsta markið kom síðan skömmu síðar, Valdimar Þór Ingimundarson nýtti sér þar mistök Gunnleifs Gunnleifsson, markvarðar Breiðabliks, eftir að hann skaut boltanum í Valdimar. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Valdimar sem setti boltann í hálf opið mark Breiðabliks. Það verður að teljast athyglisvert hvernig Breiðablik mætti til leiks í kvöld, þeir sýndu slaka frammistöðu í fyrri hálfleik og verða að teljast heppnir þegar þeir skoruðu jöfnunar markið. Breiðablik hafði ekki skapað sér eitt einasta færi þegar Höskuldur Gunnlaugsson, náði skoti að marki fyrir utan teig og boltinn hafnaði í netinu, 1-1, eftir hálftíma leik. Fylkir leiddi að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 2-1, Castillion skoraði annað mark heimamanna undir lok fyrri háflleiks og kom þeim í sanngjarna stöðu fyrir hálfleikinn. Það mátti alveg búast við því að Blikarnir myndu mæta ákveðnari til leiks í síðari hálfleik eftir slaka frammistöðu í þeim fyrri. Damir Muminovic jafnaði leikinn strax á upphafs mínútunum eftir hornspyrnu. Gestirnir náðu þó engu flugi því Árbæingar bættu sínu þriðja marki við á 57. mínútu. Ásgeir Eyþórsson með frábært mark eftir hornspyrnu Kolbeins Finnssonar. Tæpum 10 mínútum síðar skoraði Valdimar Þór, sitt annað mark. Daði Ólafsson, sem hafði komið inná í síðari hálfleik með fyrirgjöfina fyrir mark Blikana og Valdimar kom Fylki í kjörstöðu, tveimur mörkum yfir. Thomas Mikkelsen minnkaði muninn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, lengra komust Blikarnir ekki og fögnuðu heimamenn sínum fyrsta sigra á Wurth-vellinum, 4-3. Af hverju vann Fylkir? Fylkismenn mættu að öllu leyti betur til leiks, þeir voru vel undirbúnir, pressuðu vel frá fyrstu mínútu og uppskáru eftir því. Þetta var einn lélegasti leikur sem Breiðablik hefur sýnt á tímabilinu og leikmenn Fylkis nýttu sér það vel.Hverjir stóðu upp úr?Valdimar Þór Ingimundarson var besti maður vallarins, skoraði tvö mörk og lagði upp annað. Þeir Helgi Valur Daníelsson og Kolbeinn Birgir Finnsson voru einnig virkilega góðir í kvöld. Aron Bjarnason var besti maður Breiðabliks, stanslaust á ferðinni og ógnandi en það vantaði menn með honum. Hvað gekk illa? Vörnin hjá Breiðablik var afar léleg í kvöld. Þeir áttu erfitt með pressuna frá Fylkir og ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum. Leikmenn Breiðabliks voru líka ekki samstilltir í kvöld, margar sendingar og föst leikatriði sem voru ekki að rata á samherja. Hvað gerist næst? 9. umferð Pepsí Max deildarinnar hefst á þriðjudaginn en henni lýkur ekki strax vegna Evrópuleikja. Breiðablik mætir Stjörnunni í Garðabænum á þriðjudaginn. Næsti leikur Fylkis er á sunnudaginn einnig gegn Stjörnunni en það er leikur í 10. umferð.Valdimar Þór var maður leiksins í kvöldvísir/báraValdimar: Helgi mun sjá eftir þessu „Bara æðislegt, geggjað,“ voru fyrstu orð Valdimars Þórs Ingimundarsonar, leikmanns Fylkis, eftir sigurinn á Breiðabliki í kvöld. Valdimar Þór var maður leiksins eftir frábæra frammistöðu gegn toppliði Breiðabliks í kvöld. Valdimar lagði upp eitt mark og skoraði sjálfur tvö mörk. „Það er geggjað að fá fyrstu þrjá punktana á móti toppliðinu á heimavelli“ sagði Valdimar enn þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli. Fylkismenn mættu ákveðnir til leiks og fengu fyrsta dauðafærið á fyrstu mínútum leiksins og skoruðu eftir aðeins 6 mínútna leik. Valdimar segir að leikmenn hafi verið vel undirbúnir og hafi sótt í Árbæjar geðveikina fyrir þennann leik. „Við fórum í Árbæjar-stemninguna, fórum þetta bara á geðveikinni. Við pressuðum þá vel og gáfum þeim ekkert eftir,“ sagði Valdimar Þór. „Við fórum mjög vel yfir þá í vikunni og vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Þetta var smá rússíbani að spila þennan leik,“ sagði Valdimar sem lýsir þessu sem ákveðnum rússíbana að spila í sjö marka leik. Breiðblik jafnaði leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og viðurkennir Valdimar að smá skjálfti hafi komið upp við það. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög illa sem var mjög vont fyrir okkur en við vorum svo fljótir að bregðast við. Þetta var síðan orðin svolítið stressandi þegar þeir skoruðu þriðja markið en við unnum leikinn og það er fyrir öllu.“ Þjálfari liðsins, Helgi Sigurðsson, sagði við Valdimar eftir leik að hann þyrfti að fara í viðtal þar sem hann ætti ekki eftir að eiga svona góðan leik aftur, Valdimar var ekki sammála honum þar. „Hann mun sjá eftir þessum orðum“ sagði Valdimar að lokum.Helgi Sigurðsson, sáttur á hliðarlínunniVísir/BáraHelgi Sig: Þetta var okkar langbesti leikur í árHelgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var heldur ánægður með sína menn eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld. „Þetta var algjörlega til fyrirmyndar hjá okkur frá fyrstu mínútu. Við gáfum Blikunum ekkert eftir og vissum alveg hvar þeirra veikleikar voru. Við nýttum okkur þá veikleika og menn voru tilbúnir að fórna sér.“ Helgi segist vera virkilega ánægður með það hvernig hans leikmenn mættu til leiks og að leikplanið hafi gengið að óskum í dag. Hann hafði óskað eftir því frá strákunum að þeir myndu taka næsta skref og vinna þessi topplið sem þeir hafa verið að gera jafntefli við. „Að skora fjögur mörk gegn svona sterku liði er nátturlega frábært, þótt að maður sé alltaf fúll að fá á sig mörk þá er það sigurinn sem skiptir máli. Við höfum verið að gera jafntefli við þessi stóru lið svo ég sagði við strákana að nú þyrftum við að fara að þroskast, vinna þessi lið og sýna smá „statement“ og það gerðum við í dag,“ sagði Helgi. Fylkir fékk á sig þrjú mörk í dag en Helgi segist ekkert ætla að eyða orku í það og einblínir heldur á það jákvæða úr leiknum. „Blikarnir munu í flestum leikjum skora mörk en við vorum bara staðráðnir í því að skora fleiri mörk. Það má alltaf finna eitthvað sem má bæta en ég kýs að horfa á það jákvæða í dag. Við erum núna búnir að taka 7 stig í síðustu þremur leikjum sem er mjög jákvætt og við ætlum að halda þessu áfram,“ sagði Helgi. „Það er alveg vitað að við þurfum að koma okkur fljótt niður á jörðina aftur, þetta er jöfn deild og það geta allir unnið alla. Við erum ánægðir með okkar dagsverk í dag en þessi leikur gefur okkur ekkert í næsta leik.“ „Þetta var okkar langbesti leikur í ár. Þrátt fyrir að Blikarnir hafi fengið einhver færi hérna undir lokin þá var ég ekkert hræddur um þetta, ég sá það bara á augnaráðinu á strákunum að þeir ætluðu sér að klára þetta“ sagði Helgi að lokum.Ágúst Þór Gylfason þjálfari Blika.Vísir/AntonGústi Gylfa: Þetta er ekki ásættanlegt fyrir okkur„Við erum mjög ósáttir við frammistöðu okkar bæði í fyrri hálfleik og seinni“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks. „Við komum mjög svekktir með sjálfa okkur eftir leikinn. Við erum staðráðnir í því að snúa þessu við, það hefur verið góður gangur á okkur en fáum svo fjögur mörk á okkur á Fylkisvellinum, það er ekki ásættanlegt fyrir okkur.“ sagði Gústi ansi óánægður með frammistöðu liðsins í kvöld „Við fáum ekkert útúr þessu og það er stutt í næsta leik á móti Stjörnunni og við megum ekki grafa okkur ofan í einhverja holu heldur verðum við að rífa okkur upp úr þessu“ Blikarnir sýndu ekki sitt rétta andlit í kvöld en það er þó alveg vitað hvað þeir geta og segir Gústi að þeir líti heldur í þeirra fyrri leiki og gleymi þessum leik sem fyrst „Það er nokkuð ljóst og við þurfum bara að hugsa til síðustu leikja sem við höfum verið að spila, hvað við vorum að gera vel þar og einbeita okkur að því, ekki að hugsa neitt um þennann leik“ sagði Ágúst Þór að lokum
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti