Erlent

Boris Johnson með yfirburðarstöðu þegar sjö eru eftir í kapphlaupinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands.
Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA
Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri í London og utanríkisráðherra Breta, fékk langflest atkvæði í annarri umferð atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins. Barist er um stöðu formanns flokksins. Eftir atkvæðagreiðsluna í dag berjast sjö um að leiða flokkinn.

Johnson fékk 114 atkvæði, næstur kom Jeremy Hunt með 43 atkvæði og lok Michael Gove með 37 atkvæði. Dominic Raab fékk 27 atkvæði, Sajid Javid 23, Matt Hancock 20 og Rory Stewart 19.

Þeir frambjóðendur sem hlutu færri en sautján atkvæði heltust úr lestinni. Um er að ræða allar konurnar sem buðu fram krafta sína, þær Mark Harper, Andreu Leadsom og Esther McVey.

Kosning heldur áfram í næstu viku þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Theresa May stígur úr stóli formanns þann 22. júlí og nýr formaður tekur við.

Johnson ætlar að taka við Brexit-boltanum hjá Theresu May. Gangi ekki að semja um útgöngu leggur hann til útgöngu án samnings þann 31. október.


Tengdar fréttir

Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta

Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum.

Óvíst hvort afsögn May breyti nokkru

Theresa May steig til hliðar sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins í gær og mun sömuleiðis yfirgefa forsætisráðuneytið þegar nýr leiðtogi er valinn. Brexit varð henni að falli og afar erfitt verkefni bíður næsta leiðtoga.

Tíu leiðtogaefni Íhaldsflokksins tilkynnt

Listi yfir þá tíu Íhaldsmenn sem sækjast eftir því að vera eftirmaður Theresu May í starfi leiðtoga Íhaldsflokksins hefur nú verið birtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×