Af hverju svarar ráðherra ekki? Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. júní 2019 12:35 Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Vala Helgadóttir Landsréttarmálið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun