Fréttamenn fordæma handtöku Assange og ákvörðun innanríkisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 12:25 Félag fréttamanna RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Það væri í samræmi við þingsályktun Alþingis um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis. Vísir/Vilhelm Félag fréttamanna RÚV fordæmir harðlega handtöku Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, í sendiráði Ekvadors. Félagið mótmælir einnig ákvörðun innanríkisráðherra Bretlands um að samþykkja beiðni bandarískra stjórnvalda um framsal. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna RÚV. „Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir landráð. Ákærurnar varða meintar ólögmætar tilraunir Assange til að verða sér úti um og birta gögn er varða þjóðaröryggi og með því brjóta lög um njósnastarfsemi. Assange, Chelsea Manning og Wikileaks uppljóstruðu meðal annars um árásir Bandaríkjahers á saklausa borgara og áttu þær upplýsingar mikið erindi við almenning.“ Fréttamennirnir segja framgöngu Bandaríkjanna í málinu vera ógn við frelsi fjölmiðla. „Hætt er við því að mannréttindi Assange verði þar fyrir borð borin þar sem stjórnvöld ganga fram af mikilli og ómaklegri hörku í máli hans. Með ákæru bandarískra stjórnvalda gegn Assange og hugsanlegu framsali Breta á honum til Bandaríkjanna er einnig vegið gróflega að heimildavernd fjölmiðla. Vernd sem hefur verið kveðið skýrt á um í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu að sé meðal grunnskilyrða fyrir tjáningarfrelsi fjölmiðla. Án slíkrar verndar kynnu heimildarmenn að forðast það að veita fjölmiðlum upplýsingar í málum er varða hagsmuni almennings. Af því kann að leiða að grafið verði undan eftirlitshlutverki fjölmiðla og dregið verði úr möguleikum þeirra til að miðla nákvæmum og áreiðanlegum upplýsingum,“ segir í tilkynningunni. Fréttamenn RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. „Alþingi samþykkti eftir hrun þingsályktun um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Lengi var lítið um efndir en nú hafa verið stigin skref í átt að því að standa við ályktunina þótt að lengra megi og verði að ganga. Félagið skorar á stjórnvöld að starfa í anda þingsályktunarinnar frá 16. júní 2010, innan lands jafnt sem utan, og beita sér fyrir tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi,“ segir í tilkynningunni. „Lýðræði þrífst ekki án sjálfstæðra fjölmiðla. Sjálfstæðir fjölmiðlar þrífast vart ef stjórnvöld ofsækja uppljóstrara sem koma upplýsingum á framfæri.“ Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 „Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. 13. júní 2019 10:25 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Félag fréttamanna RÚV fordæmir harðlega handtöku Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, í sendiráði Ekvadors. Félagið mótmælir einnig ákvörðun innanríkisráðherra Bretlands um að samþykkja beiðni bandarískra stjórnvalda um framsal. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna RÚV. „Bandaríkin hafa ákært Assange fyrir landráð. Ákærurnar varða meintar ólögmætar tilraunir Assange til að verða sér úti um og birta gögn er varða þjóðaröryggi og með því brjóta lög um njósnastarfsemi. Assange, Chelsea Manning og Wikileaks uppljóstruðu meðal annars um árásir Bandaríkjahers á saklausa borgara og áttu þær upplýsingar mikið erindi við almenning.“ Fréttamennirnir segja framgöngu Bandaríkjanna í málinu vera ógn við frelsi fjölmiðla. „Hætt er við því að mannréttindi Assange verði þar fyrir borð borin þar sem stjórnvöld ganga fram af mikilli og ómaklegri hörku í máli hans. Með ákæru bandarískra stjórnvalda gegn Assange og hugsanlegu framsali Breta á honum til Bandaríkjanna er einnig vegið gróflega að heimildavernd fjölmiðla. Vernd sem hefur verið kveðið skýrt á um í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu að sé meðal grunnskilyrða fyrir tjáningarfrelsi fjölmiðla. Án slíkrar verndar kynnu heimildarmenn að forðast það að veita fjölmiðlum upplýsingar í málum er varða hagsmuni almennings. Af því kann að leiða að grafið verði undan eftirlitshlutverki fjölmiðla og dregið verði úr möguleikum þeirra til að miðla nákvæmum og áreiðanlegum upplýsingum,“ segir í tilkynningunni. Fréttamenn RÚV skora á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. „Alþingi samþykkti eftir hrun þingsályktun um að Ísland ætti að skapa sér sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Lengi var lítið um efndir en nú hafa verið stigin skref í átt að því að standa við ályktunina þótt að lengra megi og verði að ganga. Félagið skorar á stjórnvöld að starfa í anda þingsályktunarinnar frá 16. júní 2010, innan lands jafnt sem utan, og beita sér fyrir tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi,“ segir í tilkynningunni. „Lýðræði þrífst ekki án sjálfstæðra fjölmiðla. Sjálfstæðir fjölmiðlar þrífast vart ef stjórnvöld ofsækja uppljóstrara sem koma upplýsingum á framfæri.“
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 „Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. 13. júní 2019 10:25 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. 13. júní 2019 10:25
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“