2 - Australia are just the second side in Women’s World Cup history to win a match having been at least two goals behind, after Sweden beat Germany 3-2 in 1995. Comeback. #FIFAWWCpic.twitter.com/QlJtXB3KYd
— OptaJoe (@OptaJoe) June 13, 2019
Ástralir eru nú með þrjú stig í riðlinum líkt og Brassar og Ítalir. Ítalía mætir Jamaíku á morgun.
Þetta var fyrsta tap Brasilíu í riðlakeppni á HM í 24 ár, eða síðan liðið tapaði fyrir Þýskalandi, 1-6, á HM í Svíþjóð 1995. Brasilía hafði heldur ekki fengið á sig mark í riðlakeppni HM síðan 2003.
Marta kom Brössum yfir með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Hún hefur nú skorað á fimm heimsmeistaramótum. Enginn annar leikmaður hefur afrekað það.
Á 38. mínútu bætti Cristiane öðru marki við og staða Brassa vænleg. Cristiane skoraði öll þrjú mörk Brasilíu í 3-0 sigrinum á Jamaíku í síðustu viku.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks minnkaði Caitlin Foord muninn fyrir Ástralíu og staðan 1-2 í hálfleik, Brasilíu í vil. Á 57. mínútu jafnaði Chloe Logarzo svo metin með skoti af löngu færi.
Níu mínútum síðar skoraði Monica sjálfsmark og kom Ástralíu yfir. Ástralir gátu þó ekki fagnað strax því dómari leiksins, Esther Staubli, skoðaði atvikið á myndbandi. Eftir þriggja mínútna bið dæmdi hún markið gilt.
Ástralir héldu út og lönduðu afar mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum. Ástralía mætir Jamaíku í lokaumferð riðlakeppninnar.