Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 20:27 Fórnarlömb ebóluveirunnar grafin í Austur-Kongó. Vísir/EPA Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári. Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og ekkert bendir til þess að hann sé í rénun, að sögn framkvæmdastjóra góðgerðasjóðsins Wellcome Trust. Hátt í 1.400 manns hafa látið lífið í nýjasta faraldrinum í Austur-Kongó. Fyrsta ebólutilfellið greindist í ágúst í fyrra. Sjúkdómurinn hefur dregið um sjötíu prósent þeirra sem hafa smitast til dauða. Faraldurinn nú er sá næstversti í sögunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Útbreiðslan hefur áfram að aukast en það hefur aðeins gerst einu sinni áður svo löngu eftir fyrsta tilfellið, í faraldrinum skæða sem dró rúmlega 11.300 manns til dauða í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust sem styrkir læknisfræðirannsóknir, segir útbreiðslu veirunnar nú „sannarlega ógnvekjandi“. Ekkert bendi til þess að lát verði á faraldrinum í bráð. Smit hefur greinst í nágrannaríkinu Úganda þar sem fimm ára gamall drengur lést af völdum veirunnar. Hann hafði ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni og eru ættingjar hans einnig taldir smitaðir. Farrar segir það ekki koma á óvart. Alþjóðleg viðbrögð þurfi til að hefta útbreiðsluna. „Austur-Kongó ætti ekki að þurfa að standa í þessu eitt,“ segir hann. Vopnaðar sveitir og vantraust á erlendum hjálparstarfsmönnum er sagt hafa torveldað aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ráðist hefur verið á hátt í tvö hundruð heilsugæslustöðvar á þessu ári.
Austur-Kongó Ebóla Tengdar fréttir Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15 Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Þúsund látin en hjálparstarf í hættu Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki. 4. maí 2019 08:15
Óttast að ebóla berist yfir til Úganda Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda. Rúmlega 60 þúsund manns frá Norður Kivu héraði hafa hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar. 3. maí 2019 12:45