Háþrýstimetið í júní slegið Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 13:17 Guðmundarlundur í Kópavogi. Höfuðborgarbúar mega enn búast við því að sólin skíni glatt á réttláta sem rangláta. visir/vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sólarsyrpuna miklu halda áfram á Suður- og Vesturlandi samhliða því sem hann greinir frá því að nýtt háþrýstimet júnímánaðar liggi fyrir. „Á miðnætti (að kvöldi 11.júní) mældist loftþrýstingur á Reykjavíkurflugvelli 1040,6 hPa. Svo hár þrýstingur hefur aldrei mælst hér á landi í júnímánuði. Gamla metið, sett í Stykkishólmi 21. júní 1939 var 1040,4 hPa. Munurinn er sannarlega ómarktækur, en nýja talan verður trúlega staðfest sem nýtt met - fari þrýstingur ekki enn hærra á vellinum eða á einhverri annarri löglegri stöð í nótt,“ skrifar Trausti á blogg sitt, sem margir áhugamenn um veður fylgjast með.Veisla fyrir veðurnörda Trausti bendir á að vert sé að hafa í huga að nú á dögum, þegar athuganir eru þéttari í tíma og rúmi, sé ívið líklegra að met falli en fyrr á tímum. „Að vísu var landið allvel þakið þrýstiathugunum þegar gamla metið var sett 1939, en hvergi var þá athugað að næturlagi. Hefði það verið gert er hugsanlegt að enn hærri tala hefði sést. Venjulega var reynt að leita útgildi uppi á þrýstisíritum - en betur var leitað að lægstu gildum heldur en þeim hæstu. Þetta þykir veðurnördum afskaplega merkilegt - þó minni athygli veki en hita- eða úrkomumet.“Trausti Jónsson, veðurfræðingur.VísirÞegar háþrýstimetið var sett í Stykkishólmi var Íslandshitamet sett á Teigarhorni, sem enn stendur, 30,5 stig. „Sama dag mældist hiti 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. Um þessi hitamet var fjallað í pistli hungurdiska 21. ágúst 2018,“ segir Trausti sem er manna fróðastur um sögu veðurfars á Íslandi.Sólskinssyrpan mikla heldur áfram Trausti segir að loftið yfir landinu á morgun verði 3 til 4 stigum kaldara í neðri hluta veðurhvolfs en var 1939, líkur á nýju hitameti eru því ekki miklar en veðurlag ekki ósvipað. Og svo áfram sé vitnað í Trausta:Sólskinssyrpan mikla heldur áfram á Suður- og Vesturlandi, sólskinsstundafjöldi í Reykjavík í mánuðinum kominn í 171,3 stundir, 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga. Það var 1924. Þá segir Trausti jafnframt að sólskinsstundafjöldinn sé kominn upp fyrir meðalsólarstundafjölda í júní í Reykjavík 1961-1990 (161,3 stundir) og einnig yfir meðalsólskinsstundafjölda júnímánaðar alls síðustu tíu árin (170,5 stundir). „Langt er þó enn til mánaðamóta og mánaðarsólarmeta, þar trónir júní 1928 á toppnum með 338,3 stundir - enn vantar 167 stundir upp á þá tölu.“ Og víst er að ekki eru það eingöngu veðurfræðingar og veðurnördar sem fylgjast með veðrinu. Í þessum orðum rituðum liggur fyrir að veðurvefur Veðurstofu Íslands, veður.is, liggur niðri. Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sólarsyrpuna miklu halda áfram á Suður- og Vesturlandi samhliða því sem hann greinir frá því að nýtt háþrýstimet júnímánaðar liggi fyrir. „Á miðnætti (að kvöldi 11.júní) mældist loftþrýstingur á Reykjavíkurflugvelli 1040,6 hPa. Svo hár þrýstingur hefur aldrei mælst hér á landi í júnímánuði. Gamla metið, sett í Stykkishólmi 21. júní 1939 var 1040,4 hPa. Munurinn er sannarlega ómarktækur, en nýja talan verður trúlega staðfest sem nýtt met - fari þrýstingur ekki enn hærra á vellinum eða á einhverri annarri löglegri stöð í nótt,“ skrifar Trausti á blogg sitt, sem margir áhugamenn um veður fylgjast með.Veisla fyrir veðurnörda Trausti bendir á að vert sé að hafa í huga að nú á dögum, þegar athuganir eru þéttari í tíma og rúmi, sé ívið líklegra að met falli en fyrr á tímum. „Að vísu var landið allvel þakið þrýstiathugunum þegar gamla metið var sett 1939, en hvergi var þá athugað að næturlagi. Hefði það verið gert er hugsanlegt að enn hærri tala hefði sést. Venjulega var reynt að leita útgildi uppi á þrýstisíritum - en betur var leitað að lægstu gildum heldur en þeim hæstu. Þetta þykir veðurnördum afskaplega merkilegt - þó minni athygli veki en hita- eða úrkomumet.“Trausti Jónsson, veðurfræðingur.VísirÞegar háþrýstimetið var sett í Stykkishólmi var Íslandshitamet sett á Teigarhorni, sem enn stendur, 30,5 stig. „Sama dag mældist hiti 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. Um þessi hitamet var fjallað í pistli hungurdiska 21. ágúst 2018,“ segir Trausti sem er manna fróðastur um sögu veðurfars á Íslandi.Sólskinssyrpan mikla heldur áfram Trausti segir að loftið yfir landinu á morgun verði 3 til 4 stigum kaldara í neðri hluta veðurhvolfs en var 1939, líkur á nýju hitameti eru því ekki miklar en veðurlag ekki ósvipað. Og svo áfram sé vitnað í Trausta:Sólskinssyrpan mikla heldur áfram á Suður- og Vesturlandi, sólskinsstundafjöldi í Reykjavík í mánuðinum kominn í 171,3 stundir, 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga. Það var 1924. Þá segir Trausti jafnframt að sólskinsstundafjöldinn sé kominn upp fyrir meðalsólarstundafjölda í júní í Reykjavík 1961-1990 (161,3 stundir) og einnig yfir meðalsólskinsstundafjölda júnímánaðar alls síðustu tíu árin (170,5 stundir). „Langt er þó enn til mánaðamóta og mánaðarsólarmeta, þar trónir júní 1928 á toppnum með 338,3 stundir - enn vantar 167 stundir upp á þá tölu.“ Og víst er að ekki eru það eingöngu veðurfræðingar og veðurnördar sem fylgjast með veðrinu. Í þessum orðum rituðum liggur fyrir að veðurvefur Veðurstofu Íslands, veður.is, liggur niðri.
Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira