Dansað til styrktar Jónu sem slasaðist í alvarlegu bílslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2019 11:32 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410. Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan snemma í þessum mánuði. Dóttir Jónu var með henni í bílnum en hún slapp með skrámur. Kramhúsið og Kennarahúsið hafa nú skipulagt styrktarviðburð henni til heiðurs, auk þess sem systir Jónu og vinkonur hafa stofnað styrktarreikning til þess að fjármagna endurhæfingarferlið. Að sögn Ásu Ottesen, systur Jónu, fer ástand Jónu batnandi. Hún er komin úr öndunarvél og aðlagast því nú að vera án hennar. Hún er þó enn á gjörgæslu og verður þar áfram uns hún verður tilbúin að taka næstu skref í endurhæfingarferlinu. „Hún er mjög skýr og meðvituð um sig og okkur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri allt í rétta átt.“ Ása segir Uglu, dóttur Jónu sem var einnig í bílnum þegar slysið varð, hafa sloppið ómeidda. „Hún fékk smá sár á hælinn, en það þurfti ekki að sauma eða neitt. Hún slapp ótrúlega vel. Það sést ekkert á henni núna,“ segir Ása.Dansað til styrktar og heiðurs Jónu Styrktarviðburðurinn sem skipulagður er af Kramhúsinu og Kennarahúsinu, sem fram fer 16. júní næstkomandi, ber yfirskriftina „Kátt í Kramhúsinu“ og er dans- og fjölskylduhátíð þar sem fólk á öllum sviðum lífsins getur dansað eins og vindurinn og styrkt gott málefni í leiðinni. Hátíðin fer, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fram í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Vigdís Arna, verkefnastýra Kramhússins, segir nafn viðburðarins vera vísun í barnahátíðina „Kátt á Klambra,“ sem Jóna hefur undanfarin ár staðið fyrir. Hátíðin verði hins vegar ekki haldin í ár, en þess í stað nafni hennar haldið á lofti með þessum hætti.Jóna er stofnandi barnahátíðarinnar Kátt á Klambra.Dagskrá viðburðarins verður tvískipt. Frá 11-13 verður boðið upp á fjölskyldu og barnadagskrá í léttari kantinum. Fjölskylduafró, latín-dansar og fjölskyldu-jóga eða pílates verður þar allsráðandi. Klukkan 16-18 verður hins vegar skrúfað aðeins upp í hitanum og boðið upp á tíma í Broadway-dansi, dansi við tónlist frá tíunda áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, afródans og Beyonce-dansa þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti verða í fyrirrúmi, eins og segir á vef viðburðarins. Vigdís telur líklegt að færri komist að en vilji og hvetur því fólk til þess að tryggja sér aðgang að viðburðinum í tæka tíð. Stakir tímar kosta á bilinu 2500 til 4000 krónur, en einnig er hægt að styrkja átakið um aðrar upphæðir án þess að skrá sig á námskeiðið á vef Kramhússins. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá viðburðarins. Allt fé sem safnast í tengslum við viðburðinn rennur óskipt inn á styrktarreikning Jónu Elísabetar, þar sem allir sem taka þátt í verkefninu gefa vinnu sína í þágu fjáröflunar fyrir endurhæfingu Jónu. Þá er einnig tekið við frjálsum framlögum inn á styrktarreikninginn: 528-14-401998, kt. 701111-1410.
Dans Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. 6. júní 2019 10:13