Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda komu utanríkisráðherra á óvart Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 22:25 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi. Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41