Jill Roord var hetja Hollendinga gegn Nýja Sjálandi á HM kvenna í fótbolta þegar hún skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.
Evrópumeistarar Hollands voru með mikla yfirburði gegn Nýja Sjálandi í fyrsta leik liðanna í E-riðli HM í Frakklandi.
Þrátt fyrir yfirburði á boltanum náðu þær hollensku aðeins þremur skotum á markrammann og var eitt þeirra skalli frá Roord í uppbótartíma af stuttu færi.
Biðin eftir fyrsta sigri Nýja Sjálands á HM í sögu liðsins heldur því enn áfram en þær spila við Kanada í næsta leik riðilsins. Kanada hafði betur gegn Kamerún í gærkvöldi í sama riðli.
Dramatískur sigur Evrópumeistaranna
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

