Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2019 13:50 Guðmundur Karl, ritstjóri Sunnlenska, biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. „Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn. EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn.
EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda