Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2019 13:50 Guðmundur Karl, ritstjóri Sunnlenska, biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. „Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn. EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
„Eins og við segjum í boltanum: Við svörum fyrir þetta innan vallar,“ segir Guðmundur Karl Sigurdórsson ritstjóri Sunnlenska. Tyrkneskir hakkarar létu til skara skríða gegn fréttavefnum Sunnlenska. Og lá miðillinn niðri í tæpa 14 tíma vegna þessa eða frá klukkan 19:09 í gærkvöldi þar til um klukkan níu í morgun. „Einhverjir þrjótar þefuðu upp holu í kerfinu hjá mér og breyttu tveimur skrám inni í grunninum á síðunni. Og það verður til þess að beina allri umferðinni af minni síðu inná einhverja síðu hjá þeim,“ segir ritstjórinn.Tyrkneski hakkarinn Turk Siber Ordu Þau hjá Sunnlenska tókum vefinn niður, en meðan hann var uppi voru þar skilaboð á tyrknesku, sem Guðmundi Karli tókst ekki að googletranslate-a, að sögn.„En voru eitthvað á þá leið: Þetta er alvöru! Sá sem skrifar sig fyrir þessu, hakkarinn, heitir í Turk Siber Ordu.“Ritstjórinn kallar eftir því að Selfyssingarnir tveir svari fyrir sitt byggðarlag í leiknum á eftir.vísir/vilhelmGuðmundur Karl gefur sig ekki út fyrir að vera mikill tölvu- eða netsérfræðingur en segir að þeir sem hýsa vefinn hafi talað um að ekki væri um skipulagða hópárás að ræða þar sem allt fer á hliðina. Þetta sé öllu einfaldara. „Eina sem við þurftum að gera var að uppfæra þessar skemmdu skrár, endurræsa vefinn og þetta hefur verið vandræðalaust síðan.“Engin tilviljun að Selfyssingar fá hakkara í hausinn Líklegt má heita að árásin tengist væringum sem snúa að leiknum í kvöld og uppákomu á Leifsstöð þar sem uppþvottabursta var veifað framan í tyrknesku leikmennina auk kvartana um að þeir hafi verið teknir í óeðlilega langa tollskoðun við komuna til landsins. Stuðningsmenn tyrkneska liðsins eru æfir og tyrkneskir hakkarar, sem hafa sýnt sig í því að vera skæðir, réðust meðal annars á vef Isavia og svo Sunnlenska fréttablaðinu. Guðmundur Karl telur einsýnt að árásin sem Sunnlenska varð fyrir sé afsprengi þessa.Skilaboðin sem þau á Sunnlenska fengu frá hakkaranum.„Ég held að það sé alveg ljóst. Þessi gusa kemur í kjölfar þessarar uppákomu þarna í Leifsstöð. Þetta er allt að koma núna frá Tyrklandi og getur ekki verið tilviljun.“ Í íslenska landsliðinu eru tveir Selfyssingar og Guðmundur Karl telur, án ábyrgðar, að það tengist því að Sunnlenska lenti í Turk Siber Ordu: „Ég held að það hljóti að vera málið og ég vona að mínir menn, þeir Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson, svari fyrir þetta í kvöld.“ Ritstjórinn er sem aðrir spenntur fyrir leiknum, sérstaklega eftir þennan aðdraganda; nú er heldur betur hiti að færast í leikinn.
EM 2020 í fótbolta Fjölmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Tyrkir aldrei unnið á Laugardalsvelli Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki sótt gull í greipar þess íslenska á Laugardalsvelli í gegnum tíðina. 11. júní 2019 07:00
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Uppþvottaburstar teknir af stuðningsmönnum á Laugardalsvelli Allir uppþvottaburstar verða gerðir upptækir á Laugardalsvelli í kvöld, mæti stuðningsmenn með bursta á leikinn gæti KSÍ þurft að sæta þunga refsingu frá UEFA. RÚV greindi frá þessu nú í hádeginu. 11. júní 2019 13:36
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18