Liðsstjóri Haas ekki sáttur með Magnussen Bragi Þórðarson skrifar 11. júní 2019 16:00 Magnussen keyrði harkalega á vegg í tímatökunum á laugardaginn. Getty Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira