Einn lést í þyrluslysinu í New York Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 08:12 Ríkisstjóri New York segir að borgarbúar séu ennþá að vinna í áfallinu sem þeir urðu fyrir þegar árás var gerð á tvíburaturnana 11. september 2001. Vísir/ap Flugmaður að nafni Tim McCormack lést í gærkvöldi þegar þyrla brotlenti á skýjakljúfi í New York. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en McCormack var jafnframt einn um borð í þyrlunni.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að þyrla hefði brotlent á þaki 54 hæða skýjakljúfs á sjötta tímanum. AXA Equitable turninn stendur við 7. breiðgötu í Manhattan skammt frá Times Square. Eldur kom upp í byggingunni þegar þyrlan brotlenti en slökkviliðsmenn borgarinnar höfðu hraðar hendur og náðu að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki í byggingunni.Borgarbúar enn að jafna sig eftir 11. september Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að borgarbúar í New York séu með vott af áfallastreituröskun eftir árásina á tvíburaturnanna þann 11. september 2001 og því væri ekkert nema eðlilegt að þeim hefði brugðið mjög þegar fréttir að þyrluslysinu tóku að spyrjast út.Slökkviliðið birti í gærkvöldi ljósmyndir af vettvangi slyssins.Vísir/apCuomo segir að það sé mjög eðlilegt að borgarbúar, líkt og hann sjálfur, hefðu í fyrstu búist við því versta og jafnvel óttast að um hryðjuverk væri að ræða. Cuomo tekur það þó skýrt fram að það hafi ekki verið neitt sem benti til þess að um viljaverk væri að ræða. James O‘Neill, sem fer fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa, sagði á blaðamannafundi að veðurskilyrði hefðu verið afar slæm en rigning og mikil þoka var yfir borginni. O‘Neill sagði að það væri sannarlega mjög óvanalegt að þyrla brotlenti á skýjakljúf en rannsókn þyrluslyssins heldur áfram. Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þyrla brotlenti á þaki byggingar í New York Þyrla brotlenti á þaki bygginar í New York, ríkisstjóri segir mögulegt að dauðsfall hafi orðið. 10. júní 2019 18:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Flugmaður að nafni Tim McCormack lést í gærkvöldi þegar þyrla brotlenti á skýjakljúfi í New York. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en McCormack var jafnframt einn um borð í þyrlunni.Vísir greindi frá því í gærkvöldi að þyrla hefði brotlent á þaki 54 hæða skýjakljúfs á sjötta tímanum. AXA Equitable turninn stendur við 7. breiðgötu í Manhattan skammt frá Times Square. Eldur kom upp í byggingunni þegar þyrlan brotlenti en slökkviliðsmenn borgarinnar höfðu hraðar hendur og náðu að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki í byggingunni.Borgarbúar enn að jafna sig eftir 11. september Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að borgarbúar í New York séu með vott af áfallastreituröskun eftir árásina á tvíburaturnanna þann 11. september 2001 og því væri ekkert nema eðlilegt að þeim hefði brugðið mjög þegar fréttir að þyrluslysinu tóku að spyrjast út.Slökkviliðið birti í gærkvöldi ljósmyndir af vettvangi slyssins.Vísir/apCuomo segir að það sé mjög eðlilegt að borgarbúar, líkt og hann sjálfur, hefðu í fyrstu búist við því versta og jafnvel óttast að um hryðjuverk væri að ræða. Cuomo tekur það þó skýrt fram að það hafi ekki verið neitt sem benti til þess að um viljaverk væri að ræða. James O‘Neill, sem fer fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa, sagði á blaðamannafundi að veðurskilyrði hefðu verið afar slæm en rigning og mikil þoka var yfir borginni. O‘Neill sagði að það væri sannarlega mjög óvanalegt að þyrla brotlenti á skýjakljúf en rannsókn þyrluslyssins heldur áfram.
Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þyrla brotlenti á þaki byggingar í New York Þyrla brotlenti á þaki bygginar í New York, ríkisstjóri segir mögulegt að dauðsfall hafi orðið. 10. júní 2019 18:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Þyrla brotlenti á þaki byggingar í New York Þyrla brotlenti á þaki bygginar í New York, ríkisstjóri segir mögulegt að dauðsfall hafi orðið. 10. júní 2019 18:20