Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júní 2019 07:15 Jón Þór Ólafsson er framsögumaður málsins í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Fréttablaðið/Ernir Lögfesta á fimm mánaða hámarks málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Þriðja umræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu er fellt brott skilyrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefndinni. „Okkur yfirsást að frumvarpið geri ráð fyrir því að orðin „svo fljótt sem verða má“ falli brott úr lögunum með því að 150 daga hámarkstíminn komi inn. Það var ekki markmiðið og ég hef óskað eftir því við nefndina að orðin fari aftur inn áður en frumvarpið verður samþykkt,“ segir Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Langur málsmeðferðartími nefndarinnar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og hjá stjórnvöldum um árabil og hefur styst nokkuð á síðustu tveimur árum. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar á síðasta ári var 212 dagar frá því kæra barst nefndinni. „Eðli máls samkvæmt geta upplýsingar og gögn sem kallað er eftir misst gildi sitt þegar margar vikur líða frá því óskað var eftir þeim. Þá breytir engu hvort liðið hafa 150 dagar eða 200 dagar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður sem hefur þurft að leita til úrskurðarnefndarinnar við vinnslu frétta. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að „æskilegur málsmeðferðartími“ hjá nefndinni séu 90 dagar. Allt yfir það hlýtur þá að teljast óæskilega langur málsmeðferðartími. Þrátt fyrir það vill ríkisstjórnin lögfesta 150 daga sem hámarksmálsmeðferðartíma,“ segir hann. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir því að stórefla upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugildum fjölgað hjá úrskurðarnefndinni til að hún gæti staðið undir því. Hér er ekki verið að gera það heldur í staðinn bara verið að festa í sessi fyrirkomulag þar sem landsmenn þurfa oft að bíða í fleiri mánuði eftir því að fá upplýsingar sem þeir eiga rétt á og varða almannahag.“ Samkvæmt frumvarpinu verður nýju starfi ráðgjafa um upplýsingamál komið á fót. Honum er ætlað að leiðbeina borgurum um framsetningu beiðna um aðgang að gögnum og vera stjórnvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. Hvorki er hins vegar í lögunum né frumvarpinu kveðið sérstaklega á um starfslið fyrir úrskurðarnefndina en hún hefur aldrei haft fastráðinn starfsmann í fullu starfi. Þau svör fengust í forsætisráðuneytinu að auglýst yrði fullt starf ritara fyrir nefndina á næstu misserum. Nokkrir úrskurðir frá 2018 og dagafjöldi frá kæru til úrskurðar Úrskurður um aðgangs blaðamanns að sátt sem Rúv gerði um bætur til einstaklings sem höfðað hafði meiðyrðamál við stofnunina. Í úrskurðinum er vísað til þess að um væri að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur ætti ríkan rétt til að kynna sér. 193 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að upplýsingum um styrktarsamning Sinfoníuhljómsveit Íslands og Gamma Capital Management hf. 161 dagar. Úrskurður sem staðfesti synjun um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu um hergagnaflutninga á tilteknu tímabili. 217 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að fundargerðurm kjararáðs. 104 dagar. Úrskurður um um aðgang blaðamanns að minnisblöðum í velferðarráðuneytinu tengdum samskiptum barnaverndarnefnda við Barnaverndarstofu. 184 dagar. Úrskurður um aðgang erlends blaðamanns að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palistínu. 155 dagar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Lögfesta á fimm mánaða hámarks málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Þriðja umræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu er fellt brott skilyrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefndinni. „Okkur yfirsást að frumvarpið geri ráð fyrir því að orðin „svo fljótt sem verða má“ falli brott úr lögunum með því að 150 daga hámarkstíminn komi inn. Það var ekki markmiðið og ég hef óskað eftir því við nefndina að orðin fari aftur inn áður en frumvarpið verður samþykkt,“ segir Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Langur málsmeðferðartími nefndarinnar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og hjá stjórnvöldum um árabil og hefur styst nokkuð á síðustu tveimur árum. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar á síðasta ári var 212 dagar frá því kæra barst nefndinni. „Eðli máls samkvæmt geta upplýsingar og gögn sem kallað er eftir misst gildi sitt þegar margar vikur líða frá því óskað var eftir þeim. Þá breytir engu hvort liðið hafa 150 dagar eða 200 dagar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður sem hefur þurft að leita til úrskurðarnefndarinnar við vinnslu frétta. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að „æskilegur málsmeðferðartími“ hjá nefndinni séu 90 dagar. Allt yfir það hlýtur þá að teljast óæskilega langur málsmeðferðartími. Þrátt fyrir það vill ríkisstjórnin lögfesta 150 daga sem hámarksmálsmeðferðartíma,“ segir hann. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir því að stórefla upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugildum fjölgað hjá úrskurðarnefndinni til að hún gæti staðið undir því. Hér er ekki verið að gera það heldur í staðinn bara verið að festa í sessi fyrirkomulag þar sem landsmenn þurfa oft að bíða í fleiri mánuði eftir því að fá upplýsingar sem þeir eiga rétt á og varða almannahag.“ Samkvæmt frumvarpinu verður nýju starfi ráðgjafa um upplýsingamál komið á fót. Honum er ætlað að leiðbeina borgurum um framsetningu beiðna um aðgang að gögnum og vera stjórnvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. Hvorki er hins vegar í lögunum né frumvarpinu kveðið sérstaklega á um starfslið fyrir úrskurðarnefndina en hún hefur aldrei haft fastráðinn starfsmann í fullu starfi. Þau svör fengust í forsætisráðuneytinu að auglýst yrði fullt starf ritara fyrir nefndina á næstu misserum. Nokkrir úrskurðir frá 2018 og dagafjöldi frá kæru til úrskurðar Úrskurður um aðgangs blaðamanns að sátt sem Rúv gerði um bætur til einstaklings sem höfðað hafði meiðyrðamál við stofnunina. Í úrskurðinum er vísað til þess að um væri að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur ætti ríkan rétt til að kynna sér. 193 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að upplýsingum um styrktarsamning Sinfoníuhljómsveit Íslands og Gamma Capital Management hf. 161 dagar. Úrskurður sem staðfesti synjun um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu um hergagnaflutninga á tilteknu tímabili. 217 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að fundargerðurm kjararáðs. 104 dagar. Úrskurður um um aðgang blaðamanns að minnisblöðum í velferðarráðuneytinu tengdum samskiptum barnaverndarnefnda við Barnaverndarstofu. 184 dagar. Úrskurður um aðgang erlends blaðamanns að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palistínu. 155 dagar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira