Mótmælendur í Súdan varaðir við afleiðingum skemmdarverka Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2019 20:13 Herinn kom Omar al Bashir frá völdum fyrir meira en tveimur mánuðum síðan. GettyAnadoluAgency Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða. Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða.
Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33
Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45