Erlent

Rústir Morandi brúarinnar í Genúa sprengdar

Andri Eysteinsson skrifar
Brúin hrundi á síðasta ári, 43 létust.
Brúin hrundi á síðasta ári, 43 létust. Getty/Niccolo Campo
Þeir hlutar Morandi brúarinnar í Genúa, sem hrundi á síðasta ári með þeim afleiðingum að 43 létust, sem eftir stóðu voru í dag sprengdir í loft upp. CNN greinir frá.

Niðurrifssérfræðingar sprengdu turnana tvo sem eftir stóðu klukkan hálf tíu á ítölskum tíma í morgun. 4000 manns var gert að yfirgefa heimili sín á meðan að á niðurrifi stóð.

Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, mætti á staðinn og fylgdist með herlegheitunum.

Ljóst er að byggð verður ný brú á staðnum hvar sú gamla stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×