Tekjutap fyrir björgunarsveitir ef flugeldasýningum verði hætt Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 21:00 Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar
Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira