Hæðist að Hjörleifi fyrir að hafa kallað sig „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:29 Twitter-færsla Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur einkenndist af mikilli kaldhæðni. Vísir/Vilhelm „Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim.“ Þetta skrifar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra á Twitter-síðu sína í morgun en hún var greinilega ósátt við grein sem Hjörleifur Hallgrímsson, fyrrverandi ritstjóri Vikudags á Akureyri, birti í Morgunblaðinu í dag. Í greininni kallar Hjörleifur Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“. Hann gagnrýnir harðlega framgöngu forystu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum og segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa „bullað út í eitt á fundum um að orkupakkinn skipti bara engu máli.“Hjörleifur Hallgrímsson gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum.Vísir/AuðunnHjörleifur er langt frá því að vera sannfærður. „Þeim láðist að geta þess í öllu bullinu að með því að samþykkja orkupakkann væri það byrjunin á að koma Íslandi í krumlurnar á ESB-skrímslinu og þar með væri fullveldi landsins verulega ógnað og við réðum engu lengur um hinn dýrmæta orkubúskap okkar.“ Í Twitter-færslunni nálgast Þórdís Kolbrún sneið Hallgríms með hæðni í ljósi þess að í sömu málsgrein og hann kallar Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ nafngreinir hann Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar. pic.twitter.com/1oaLKG1KwF — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 28, 2019 Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim.“ Þetta skrifar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra á Twitter-síðu sína í morgun en hún var greinilega ósátt við grein sem Hjörleifur Hallgrímsson, fyrrverandi ritstjóri Vikudags á Akureyri, birti í Morgunblaðinu í dag. Í greininni kallar Hjörleifur Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“. Hann gagnrýnir harðlega framgöngu forystu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum og segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa „bullað út í eitt á fundum um að orkupakkinn skipti bara engu máli.“Hjörleifur Hallgrímsson gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum.Vísir/AuðunnHjörleifur er langt frá því að vera sannfærður. „Þeim láðist að geta þess í öllu bullinu að með því að samþykkja orkupakkann væri það byrjunin á að koma Íslandi í krumlurnar á ESB-skrímslinu og þar með væri fullveldi landsins verulega ógnað og við réðum engu lengur um hinn dýrmæta orkubúskap okkar.“ Í Twitter-færslunni nálgast Þórdís Kolbrún sneið Hallgríms með hæðni í ljósi þess að í sömu málsgrein og hann kallar Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ nafngreinir hann Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar. pic.twitter.com/1oaLKG1KwF — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 28, 2019
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira