Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.
Fyrra met er 44,1 stig og hefur það staðið frá árinu 2003 þegar mikil hitabylgja gekk yfir landið þar sem þúsundir létu lífið vegna hitans.
Nú stefnir í svipað ástand og hefur franska veðurstofan í fyrsta sinn í sögu landsins sett efsta varúðarstig, rauða viðvörun, í gang í fjórum héruðum í suðurhluta landsins. Annars staðar í landinu er viðbúnaður á næsthæsta stigi.
Í öðrum Evrópulöndum er ástandið lítið skárra. Í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi hafa hitamet fyrir júnímánuð þegar verið slegin og í Katalóníu á Spáni berjast menn við mestu skógarelda í manna minnum.
Rauð viðvörun vegna hitans

Tengdar fréttir

Hitametin falla á meginlandinu
Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna.

Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita
Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni.