Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Þessir Parísarbúar stungu sér á bólakaf til þess að flýja hitann. Nordicphotos/AFP Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39