„Ótækt“ að pólitísk öfl hafi lokaorðið um niðurstöðu hugsanlegra brota Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2019 15:49 Fyrsti varaforseti Alþingis gagnrýnir að forsætisnefndin sé milliliður siðanefndar Alþingis. FBL/Ernir Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti forsætisnefndar Alþingis, er afar gagnrýninn á verkferla í tengslum við siðanefnd. Það sé gallað fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við afgreiðslu siðamála. Hann kom óánægju sinni á framfæri í bókun við álit forsætisnefndar Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis sem hefur að undanförnu haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um meint brot þingmanna Pírata, þeirra Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, hefur lokið meðferð sinni á málinu og birt álit sitt á vef Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á álit siðanefndar um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþingismanna sem fjalla um hátternisskyldu þegar hún sagði opinberlega að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Í bókuninni skrifar Guðjón að það sé ótækt að pólitískir fulltrúar hafi lokaorðið um niðurstöðu mála er varða hugsanleg brot samþingmanna þeirra á siðareglum Alþingis. „Eftir að þingið setti sér siðareglur hefur aðeins einn þingmaður verið talinn brotlegur við þær, fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um meint brot annars þingmanns, og þá vegna orðalags frekar en inntaks. Þetta tel ég óheppilegt fyrir þingið, ásýnd þess og störf,“ segir í bókun Guðjóns. Það sé mikilvægt að Alþingi hafi siðanefnd með fullt og milliliðalaust umboð til að kveða upp úrskurði um álitamál sem upp koma vegna þingmanna. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis.“ Guðjón segist þó lúta niðurstöðu siðanefndarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti forsætisnefndar Alþingis, er afar gagnrýninn á verkferla í tengslum við siðanefnd. Það sé gallað fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við afgreiðslu siðamála. Hann kom óánægju sinni á framfæri í bókun við álit forsætisnefndar Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis sem hefur að undanförnu haft til umfjöllunar erindi Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um meint brot þingmanna Pírata, þeirra Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, hefur lokið meðferð sinni á málinu og birt álit sitt á vef Alþingis. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á álit siðanefndar um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþingismanna sem fjalla um hátternisskyldu þegar hún sagði opinberlega að rökstuddur grunur væri uppi um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Í bókuninni skrifar Guðjón að það sé ótækt að pólitískir fulltrúar hafi lokaorðið um niðurstöðu mála er varða hugsanleg brot samþingmanna þeirra á siðareglum Alþingis. „Eftir að þingið setti sér siðareglur hefur aðeins einn þingmaður verið talinn brotlegur við þær, fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um meint brot annars þingmanns, og þá vegna orðalags frekar en inntaks. Þetta tel ég óheppilegt fyrir þingið, ásýnd þess og störf,“ segir í bókun Guðjóns. Það sé mikilvægt að Alþingi hafi siðanefnd með fullt og milliliðalaust umboð til að kveða upp úrskurði um álitamál sem upp koma vegna þingmanna. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis.“ Guðjón segist þó lúta niðurstöðu siðanefndarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45 Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00 Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Hyggja á frekari aðgerðir gegn Ásmundi: „Erum komin á mjög hættulegan stað sem réttarríki þegar það er siðabrot að segja sannleikann“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er afar ósáttur við álit meirihluta forsætisnefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. Hann segir álitið snúa tilgangi siðareglna á haus. 26. júní 2019 11:45
Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26. júní 2019 06:00
Málið snúist ekki um hvað Þórhildur sagði heldur hvernig hún sagði það Þórhildur Sunna hefur sagt að álit siðanefndar sé rangt og röksemdarfærslan bæði ófullnægjandi og röng hvað varðar efni og aðferðarfræði. 26. júní 2019 14:52