Mette Frederiksen fer fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn jafnaðarmanna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 22:39 Mette Frederiksen. Getty Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Mette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, mun fara fyrir nýmyndaðri minnihlutastjórn Danmerkur. Jafnaðarmannaflokkurinn mun því vera einn í minnihlutastjórn með stuðningi þingmanna þriggja annara flokka, Sósíalíska þjóðarflokknum, Einingarlistans og Róttæka vinstriflokknum. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins. Mette Frederiksen fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að borgaraleg blokk hægriflokka undir stjórn Lars Løkke Rasmussen, missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum 5.júní. Í kosningunum hlaut Jafnaðarmannaflokkurinn bestu kosninguna og hlaut 25,9% greiddra atkvæða. Frederiksen lýsti því yfir skömmu eftir kosningar að hún vildi að jafnaðarmenn sætu einir í minnihlutastjórn og nú hefur henni tekist ætlunarverk sitt.„Við vissum ekki hvort þetta myndi hafast þegar við lögðum upp með þetta markmið. Hér eru saman komnir fjórir flokkar með ólíka sögu og ólíkar stefnur. En nú erum við komin í mark, sagði næsti forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen við DR. Mette greindi einnig frá því að hún hygðist mæta á fund drottningar á morgun.Flokkarnir hafa undanfarnar þrjár vikur samið stjórnarsáttmála og verður lögð áhersla á loftslagsmál. „Við ætlum að leggja fram loftslagsáætlun, bindandi loftslagslöggjöf og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 70%,“ sagði Frederiksen. Þá hefur verið ákveðið að hætta við áform um að senda erlenda sakamenn til afplánunar á eyjunni Lindholm. Áformin voru harðlega gagnrýnd, bæði af sveitastjórn Vordingborg, hvar eyjan er, og af Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Flokkarnir fjórir hafa að baki sér 91 þingsæti en af þeim eru 48 úr Jafnaðarmannaflokknum. Alls eru 179 þingsæti á Folketinget, þjóðþingi Danmerkur. Mette Frederiksen verður því önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra Danmerkur og jafnframt yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar.Hér má sjá niðurstöður kosninganna fyrr í mánuðinum.Vísir/Sylvia
Danmörk Loftslagsmál Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira