Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 10:16 Áfengi er þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap í sól og hita eins og verður á meginlandinu næstu daga. Vísir Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til Íslendinga sem eru staddir á meginlandi Evrópu vegna hitabylgju sem búist er við að nái hámarki sínu síðar í vikunni. Aldraðir og ung börn eru sögð í aukinni áhættu vegna hitans og þá er mælt með því að fólk haldi sig frá áfengi. Spáð er 35-40 gráðu hita í nokkrum löndum á meginlandi Evrópu næstu daga og vikur, þar á meðal Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Sviss og Belgíu. Af því tilefni birti embætti landlæknis leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á ferðalög eða eru staddir á meginlandinu um hvernig þeir eigi að takast á við hitann. Fólki er ráðlagt að drekka vel af vökva því í miklum lofthita eykst svitamyndun og vökvatap verður mikið. Hætta verður því á ofþornun. Þar eru aldraðir og ung börn sögð í sérstakri áhættu. Ekki er þó mælt með því að fólk fái sér bjór eða aðra áfenga drykki sem margir eru gjarnir á að gera á sólríkum stöðum. „Áfengi og hiti eru slæm blanda, enda er alkóhól þvagmyndandi og getur því aukið enn á vökvatap frá sól og hita,“ segir í tilkynningu landlæknis. Þá er mælt með því að fólk fari sér hægt í miklum hita, leiti í skugga og haldi sig innandyra þegar hitinn nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikilvægt sé að muna eftir sólarvörn og sólhatti þegar sólin er sterk.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39