Tvær refsingar á 50 metrum Bragi Þórðarson skrifar 24. júní 2019 20:00 Daniel Ricciardo fékk tvær refsingar á einum 50 metra kafla um helgina. Getty Daniel Ricciardo kom sjöundi í mark í franska kappakstrinum um helgina. Á 50 metra kafla á síðasta hringnum fékk Ástralinn hinsvegar tvær 5 sekúndna refsingar og féll niður í ellefta sætið. Hörkuslagur var um sjöunda sætið á síðasta hring franska kappakstursins á sunnudaginn. Aðeins tvær sekúndur skildu að Lando Norris, Daniel Ricciardo, Kimi Raikkonen og Nico Hulkenberg. McLaren bíll Norris var bilaður og átti ungi Bretinn því í miklu basli með að halda uppi nægum hraða. Þetta nýtti Ricciardo sér í áttundu beygju og komst framúr hægfara McLaren bílnum. Þetta gerði hann hinsvegar með því að fara útaf brautinni og koma hættulega inná hana aftur. Við útafaksturinn missti Ástralinn Kimi Raikkonen fram fyrir sig en Daniel komst þó aftur framúr honum eftir níundu beygju. Enn og aftur gerði Ricciardo þau mistök að taka framúr útaf brautinni. Fyrir vikið var honum refsað um fimm sekúndur fyrir bæði atvikin, alls tíu sekúndur. Renault ökuþórinn endaði því kappaksturinn ellefti og stigalaus. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Daniel Ricciardo kom sjöundi í mark í franska kappakstrinum um helgina. Á 50 metra kafla á síðasta hringnum fékk Ástralinn hinsvegar tvær 5 sekúndna refsingar og féll niður í ellefta sætið. Hörkuslagur var um sjöunda sætið á síðasta hring franska kappakstursins á sunnudaginn. Aðeins tvær sekúndur skildu að Lando Norris, Daniel Ricciardo, Kimi Raikkonen og Nico Hulkenberg. McLaren bíll Norris var bilaður og átti ungi Bretinn því í miklu basli með að halda uppi nægum hraða. Þetta nýtti Ricciardo sér í áttundu beygju og komst framúr hægfara McLaren bílnum. Þetta gerði hann hinsvegar með því að fara útaf brautinni og koma hættulega inná hana aftur. Við útafaksturinn missti Ástralinn Kimi Raikkonen fram fyrir sig en Daniel komst þó aftur framúr honum eftir níundu beygju. Enn og aftur gerði Ricciardo þau mistök að taka framúr útaf brautinni. Fyrir vikið var honum refsað um fimm sekúndur fyrir bæði atvikin, alls tíu sekúndur. Renault ökuþórinn endaði því kappaksturinn ellefti og stigalaus.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira