Fimm ár í dag síðan að Luis Suarez missti jafnvægið og datt á öxlina hans Chiellini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 20:30 Luis Suarez kvartar undir verk í tönnunum eftir að hafa bitið Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina. Getty/Matthias Hangst 24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
24. júní 2014 verður seint talinn vera einn af betri dögunum á knattspyrnuferli Úrúgvæmannsins Luis Suarez. Í dag eru fimm ár liðin frá þessum afdrifaríka degi í lífi Barcelona framherjans. Það var nefnilega á þessum degi fyrir fimm árum sem Luis Suarez varð uppvís að því að bíta Ítalann Giorgio Chiellini í öxlina í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu. Luis Suarez lét sig falla í grasið í kjölfarið og hélt um tennurnar sínar eins og hann væri fórnarlambið. Þegar málið var tekið fyrir hjá aganefnd FIFA þá sagðist hann hafa misst jafnvægið og dottið á öxlina hans Chiellini. Myndir og myndbönd af atvikinu sögðu hins vegar allt aðra sögu og það hjálpaði heldur ekki til að þetta var langt frá því að vera fyrsta bitið hans á fótboltavellinum. Luis Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir bitið. Suarez var enn í algjörri afneitun á æfingu daginn eftir þegar Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, kallaði hann til sín. Tabarez færði honum fréttirnar af ákvörðun FIFA. Níu leikja bann og hann mátti ekki vera lengur í kringum úrúgvæska landsliðið. Hann þurfti að yfirgefa hópinn strax.Five years ago today, Luis Suarez bit Giorgio Chiellini at the World Cup pic.twitter.com/Ac33Vxn4cb — B/R Football (@brfootball) June 24, 2019Luis Suarez var þarna ennþá leikmaður Liverpool en enska félagið seldi hann síðan til Barcelona 11. júlí fyrir um 82 milljónir evra. Luis Suarez var í banni til 25. október og mátti ekki koma nálægt skipulögðum fótbolta, hvort sem leikmaður eða áhorfandi. Eftir áfrýjun Luis Suarez fékk hann að spila æfingaleiki með Barcelona en lék ekki fyrsta keppnisleikinn sinn með Barca fyrr en í lok október.“I lost my balance and hit my face against Chiellini, leaving a small bruise on my cheek and a strong pain in my teeth” Five years ago today, Luis Suarez came up with the worst excuse ever after sinking his teeth into Giorgio Chiellini pic.twitter.com/RoP9F6KuRz — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 24, 2019Luis Suarez hefur rætt þessa erfiðu tíma í viðtölum og sagt frá því að í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingi. Sú meðferð hefur gengið vel því Luis Suarez hefur ekki bitið neinn andstæðing síðan þá. Suarez er samt ekki sáttur við þá meðferð sem hann og fjölskylda hans fékk í kjölfarið. Úr varð mikið fjölmiðlafár og hann var fórnarlamd háðs og harðar gagnrýni á samfélagamiðlum. Þrátt fyrir ótal mörk og fjölda titla mun honum eflaust seint takast að losna við svarta blettinn sem hann fékk á sig 24. júní fyrir fimm árum síðan.Never forget... On this day five years ago, Luis Suarez bit Chiellini and pretended he accidentally ran in to his shoulder with his teeth.pic.twitter.com/Vlun8SKezX — 90min (@90min_Football) June 24, 2019Luis Suarez has been voted the greatest sporting villain ever. Do you agree? pic.twitter.com/NSmMdMCUEQ — ESPN UK (@ESPNUK) June 17, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira