Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 5-0 Stjarnan | Keflvíkingar kjöldrógu Stjörnuna Gabríel Sighvatsson skrifar 24. júní 2019 22:15 vísir/ernir Stjarnan heimsótti Keflavík á Nettóvöllinn í Pepsí Max deild kvenna fyrr í kvöld í leik sem þær vilja gleyma sem fyrst. Gestirnir átti virkilega lélegan leik og átti aldrei möguleika í þessum leik. Þær réðu ekkert við sprækt lið Keflavíkur sem valtaði bara yfir Garðbæinga. Stjarnan lenti undir eftir rétt rúma mínútu þegar Sophie Groff gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf. Stuttu seinna skoraði Natasha Anasi annað svipað mark. Kristján Guðmunds gerði tvær skiptingar i hálfleik en þær breyttu litlu og áður en yfir lauk hafði Keflavík bætt við þremur mörkum á 20 mínútna kafla til að ganga frá leiknum endanlega. Sigurinn var síst of stór og Keflavík hefur nú unnið 2 síðustu deildarleiki eftir að hafa tapað fyrstu 5 leikjunum.Af hverju vann Keflavík?Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda, einungis hve stór hann myndi verða. Keflavík hafði miklu meiri orku og kraft og setti mikla pressu á Stjörnuna frá fyrstu mínútu. Það er eins og Stjarnan hafi ekki búist við andstæðingnum svona öflugum og fengu kjaftshögg strax á 2. mínútu. Keflavík hélt sínu striki allan leikinn og sótti mikið á Stjörnukonur sem höfðu engin svör. Vörnin hjá heimakonum var frábær og fékk Stjarnan varla færi í öllum leiknum.Hvað gekk illa?Eins og kom fram að ofan fékk Stjarnan varla færi í þessum leik og það var ekkert að frétta af sóknarleiknum sem hefði vissulega þurft að fá meiri stuðning. Stjarnan náði ekki að koma til baka úr erfiðri stöðu og voru aldrei líklegar til neins í kvöld. Varnarleikurinn hélt ekki í við hraða og sterka sókn Keflavíkur.Hverjar stóðu upp úr?Natasha Anasi var maður leiksins en hún átti mark og stoðsendingu og var frábær á miðjunni, allt spilið byrjaði hjá henni og miðjumenn Stjörnunnar áttu engan möguleika í návígjum. Dröfn Einarsdóttir átti góðan leik og var einnig með mark og stoðsendingu. Sophie Groff skoraði tvö mörk í leiknum og Sveindís Jane var óviðráðanleg í leiknum, einnig með mark og stoðsendingu.Hvað gerist næst?Eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu er Keflavík búið að vinna tvo leiki í röð í deildinni og fer úr botnsætinu alla leið í 6. sæti og með jákvæða markatölu. Þær eiga strembið verkefni fyrir höndum gegn toppliði Vals en miðað við spilamennskuna í dag gæti það orðið hörkuleikur. Stjarnan þarf að hugsa sinn gang. Liðið er enn í 5. sæti en með tvö slæm töp nýlega og þrjú í röð í deildinni. Næsti leikur þeirra er gegn Þór/KA og það er ljóst að liðið þarf að breyta spilamennskunni ef þær ætla að eiga möguleika þar.Gunnar Magnús: Frammistaðan til fyrirmyndar„Það væri vanþakklæti að vera ekki himinlifandi með þessa frammistöðu, frábær leikur hjá stelpunum og 5 mörk. Þau hefðu getað orðið mun fleiri, fengum fleiri virkilega góð færi en frammistaðan til fyrirmyndar í alla staði.” sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigur liðsins gegn Stjörnunni. Það er langt síðan liðið spilaði seinast en fyrsti leikur eftir hlé var frábær hjá liðinu og Stjarnan sá aldrei til sólar. „Við gáfum stelpunum 5 daga frí og síðan æfðum við vel síðustu vikuna og það virðist hafa skilað sér í þessari frábæru frammistöðu og frábærum úrslitum.” „Ég held að við höfum ekki leyft andstæðingnum að spila vel í dag. Við lokuðum á þær og spiluðum fast og tókum vel á því. Ég bjóst auðvitað ekki við 5 mörkum en ég bjóst við sigri og hann var sætur.” Keflavík hefur nú unnið tvo leiki í röð í deildinni eftir slæma byrjun og liðið verður betra og betra með hverjum leiknum. „Þó við höfum tapað fyrstu fimm leikjunum þá var frammistaðan ekki alslæm. Við héldum alltaf áfram og vissum alveg að við vorum að bæta okkur og vinna okkur inn í deildina. Þetta tók allt tíma að átta sig á og við þurftum að gera eitthvað extra til að klára leikina. Við höfum náða að klára síðustu tvo leiki með stæl.” Næsti leikur liðsins átti að vera gegn HK/Víkingi en honum var frestað vegna þáttöku þeirra í Mjólkurbikarnum og næsti leikur Keflavíkur er því gegn toppliði Vals en sá leikur er ekki fyrr en 8. júlí og því annað langt hlé framundan hjá liðinu. „Mér skilst að næsti leikur sé Valur, það er kannski ekki alltof gott til að halda takti en eins og staðan er núna þá er Valur næst. Þær eru eiginlega ósigrandi vígi, hrikalega öflugar og góðar en við förum bara í þann leik eins og aðra leiki,”Anasi: Höfum bætt okkur mikiðNatasha Anasi, fyrirliði Keflavíkur, var frábær í dag, stjórnaði miðjunni og skoraði mark ásamt því að leggja eitt upp. „Við vildum byggja á síðustu frammistöðu gegn KR. Við vitum að við getum skorað og spilað hápressu og við vildum halda því áfram.” sagði Natasha, himinlifandi með niðurstöðuna og frammistöðuna. Natasha sagði að leikurinn hafi verið vel upplagður og hafi spilað á sínum styrkleikum, eitthvað sem Stjarnan réði alls ekki við. „Við bjuggumst við sigri í dag en kannski ekki alveg svona. Við förum í alla leiki til að sigra og það er það sem við gerðum.” „Styrkleikur okkar er að spila fastan, aggressívan bolta og við gerðum það frábærlega og ef við höldum því áfram mun það hjálpa okkur á tímabilinu.” Natasha hlakkar til næsta leik gegn Val, en liðið er loksins farið að ná í úrslit eftir að hafa verið nálægt því í byrjun móts. „Við vorum svolítið óheppin áður og við vorum alltaf mjög nálægt því að vinna leiki. Eftir að hafa fundið sjálfstraust og fattað að við getum skorað og spilað vel, þá höfum við bætt okkur mikið.”Kristján Guðmunds: Lítum mjög illa út Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var alls ekki sáttur við frammistöðuna í kvöld. „Frammistaðan var mjög slök,” sagði Kristján eftir leik. „Við koðnuðum strax í upphafi leiks undan áhlaupum og ákveðni Keflavíkur liðsins. Þær þröngvuðu okkur í mikið af tæknimistökum, sendingarmistökum og við þorðum ekki að spila þann leik sem við settum upp. Þegar við lentum í návígjunum og öðru þá gáfum við bara eftir.” Kristján sagði að öll þessi tæknilegu mistök sem Keflavík neyddi þau í hafi farið með leikinn. Það hjálpaði ekki að fá mark á sig eftir rúma mínútu af leiknum. „Þegar við erum með boltann, þá erum við bara að senda boltann beint á andstæðinginn. Við erum ekki einu sinni nálægt þeim í þeirra uppspili og færslurnar okkar alltof seinar. Við erum slegin út af laginu strax í upphafi. Um leið og leikurinn byrjar þá erum við undir.” „Við erum búin að fá tvö slæm úrslit núna í mótinu og það er það sem er virkilega vont við þetta. Þú tapar leik en svo tapar þú svona eins og núna og við lítum mjög illa út.” Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan heimsótti Keflavík á Nettóvöllinn í Pepsí Max deild kvenna fyrr í kvöld í leik sem þær vilja gleyma sem fyrst. Gestirnir átti virkilega lélegan leik og átti aldrei möguleika í þessum leik. Þær réðu ekkert við sprækt lið Keflavíkur sem valtaði bara yfir Garðbæinga. Stjarnan lenti undir eftir rétt rúma mínútu þegar Sophie Groff gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf. Stuttu seinna skoraði Natasha Anasi annað svipað mark. Kristján Guðmunds gerði tvær skiptingar i hálfleik en þær breyttu litlu og áður en yfir lauk hafði Keflavík bætt við þremur mörkum á 20 mínútna kafla til að ganga frá leiknum endanlega. Sigurinn var síst of stór og Keflavík hefur nú unnið 2 síðustu deildarleiki eftir að hafa tapað fyrstu 5 leikjunum.Af hverju vann Keflavík?Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda, einungis hve stór hann myndi verða. Keflavík hafði miklu meiri orku og kraft og setti mikla pressu á Stjörnuna frá fyrstu mínútu. Það er eins og Stjarnan hafi ekki búist við andstæðingnum svona öflugum og fengu kjaftshögg strax á 2. mínútu. Keflavík hélt sínu striki allan leikinn og sótti mikið á Stjörnukonur sem höfðu engin svör. Vörnin hjá heimakonum var frábær og fékk Stjarnan varla færi í öllum leiknum.Hvað gekk illa?Eins og kom fram að ofan fékk Stjarnan varla færi í þessum leik og það var ekkert að frétta af sóknarleiknum sem hefði vissulega þurft að fá meiri stuðning. Stjarnan náði ekki að koma til baka úr erfiðri stöðu og voru aldrei líklegar til neins í kvöld. Varnarleikurinn hélt ekki í við hraða og sterka sókn Keflavíkur.Hverjar stóðu upp úr?Natasha Anasi var maður leiksins en hún átti mark og stoðsendingu og var frábær á miðjunni, allt spilið byrjaði hjá henni og miðjumenn Stjörnunnar áttu engan möguleika í návígjum. Dröfn Einarsdóttir átti góðan leik og var einnig með mark og stoðsendingu. Sophie Groff skoraði tvö mörk í leiknum og Sveindís Jane var óviðráðanleg í leiknum, einnig með mark og stoðsendingu.Hvað gerist næst?Eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu er Keflavík búið að vinna tvo leiki í röð í deildinni og fer úr botnsætinu alla leið í 6. sæti og með jákvæða markatölu. Þær eiga strembið verkefni fyrir höndum gegn toppliði Vals en miðað við spilamennskuna í dag gæti það orðið hörkuleikur. Stjarnan þarf að hugsa sinn gang. Liðið er enn í 5. sæti en með tvö slæm töp nýlega og þrjú í röð í deildinni. Næsti leikur þeirra er gegn Þór/KA og það er ljóst að liðið þarf að breyta spilamennskunni ef þær ætla að eiga möguleika þar.Gunnar Magnús: Frammistaðan til fyrirmyndar„Það væri vanþakklæti að vera ekki himinlifandi með þessa frammistöðu, frábær leikur hjá stelpunum og 5 mörk. Þau hefðu getað orðið mun fleiri, fengum fleiri virkilega góð færi en frammistaðan til fyrirmyndar í alla staði.” sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigur liðsins gegn Stjörnunni. Það er langt síðan liðið spilaði seinast en fyrsti leikur eftir hlé var frábær hjá liðinu og Stjarnan sá aldrei til sólar. „Við gáfum stelpunum 5 daga frí og síðan æfðum við vel síðustu vikuna og það virðist hafa skilað sér í þessari frábæru frammistöðu og frábærum úrslitum.” „Ég held að við höfum ekki leyft andstæðingnum að spila vel í dag. Við lokuðum á þær og spiluðum fast og tókum vel á því. Ég bjóst auðvitað ekki við 5 mörkum en ég bjóst við sigri og hann var sætur.” Keflavík hefur nú unnið tvo leiki í röð í deildinni eftir slæma byrjun og liðið verður betra og betra með hverjum leiknum. „Þó við höfum tapað fyrstu fimm leikjunum þá var frammistaðan ekki alslæm. Við héldum alltaf áfram og vissum alveg að við vorum að bæta okkur og vinna okkur inn í deildina. Þetta tók allt tíma að átta sig á og við þurftum að gera eitthvað extra til að klára leikina. Við höfum náða að klára síðustu tvo leiki með stæl.” Næsti leikur liðsins átti að vera gegn HK/Víkingi en honum var frestað vegna þáttöku þeirra í Mjólkurbikarnum og næsti leikur Keflavíkur er því gegn toppliði Vals en sá leikur er ekki fyrr en 8. júlí og því annað langt hlé framundan hjá liðinu. „Mér skilst að næsti leikur sé Valur, það er kannski ekki alltof gott til að halda takti en eins og staðan er núna þá er Valur næst. Þær eru eiginlega ósigrandi vígi, hrikalega öflugar og góðar en við förum bara í þann leik eins og aðra leiki,”Anasi: Höfum bætt okkur mikiðNatasha Anasi, fyrirliði Keflavíkur, var frábær í dag, stjórnaði miðjunni og skoraði mark ásamt því að leggja eitt upp. „Við vildum byggja á síðustu frammistöðu gegn KR. Við vitum að við getum skorað og spilað hápressu og við vildum halda því áfram.” sagði Natasha, himinlifandi með niðurstöðuna og frammistöðuna. Natasha sagði að leikurinn hafi verið vel upplagður og hafi spilað á sínum styrkleikum, eitthvað sem Stjarnan réði alls ekki við. „Við bjuggumst við sigri í dag en kannski ekki alveg svona. Við förum í alla leiki til að sigra og það er það sem við gerðum.” „Styrkleikur okkar er að spila fastan, aggressívan bolta og við gerðum það frábærlega og ef við höldum því áfram mun það hjálpa okkur á tímabilinu.” Natasha hlakkar til næsta leik gegn Val, en liðið er loksins farið að ná í úrslit eftir að hafa verið nálægt því í byrjun móts. „Við vorum svolítið óheppin áður og við vorum alltaf mjög nálægt því að vinna leiki. Eftir að hafa fundið sjálfstraust og fattað að við getum skorað og spilað vel, þá höfum við bætt okkur mikið.”Kristján Guðmunds: Lítum mjög illa út Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var alls ekki sáttur við frammistöðuna í kvöld. „Frammistaðan var mjög slök,” sagði Kristján eftir leik. „Við koðnuðum strax í upphafi leiks undan áhlaupum og ákveðni Keflavíkur liðsins. Þær þröngvuðu okkur í mikið af tæknimistökum, sendingarmistökum og við þorðum ekki að spila þann leik sem við settum upp. Þegar við lentum í návígjunum og öðru þá gáfum við bara eftir.” Kristján sagði að öll þessi tæknilegu mistök sem Keflavík neyddi þau í hafi farið með leikinn. Það hjálpaði ekki að fá mark á sig eftir rúma mínútu af leiknum. „Þegar við erum með boltann, þá erum við bara að senda boltann beint á andstæðinginn. Við erum ekki einu sinni nálægt þeim í þeirra uppspili og færslurnar okkar alltof seinar. Við erum slegin út af laginu strax í upphafi. Um leið og leikurinn byrjar þá erum við undir.” „Við erum búin að fá tvö slæm úrslit núna í mótinu og það er það sem er virkilega vont við þetta. Þú tapar leik en svo tapar þú svona eins og núna og við lítum mjög illa út.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti