Sjálfstæðið 2.0 Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. júní 2019 08:00 Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar það mikilvægasta sem Íslendingar hafa nokkurn tímann eignast. Fyrir því var jú barist og mikilvægt sé að Íslendingar glutri ekki niður sjálfstæði sínu. Það þurfi að verja. Ógnirnar séu hvarvetna. Mín kynslóð, alin upp af fólki sem tók þátt í því af innblásinni hugsjón að byggja upp hið sjálfstæða þjóðfélag og auka velmegun þess, varð ekki ósnortin af þessum anda. Ég á minningar af sjálfum mér á námsárum í samkvæmum halda orðmargar ræður um mikilvægi þess að vera stoltur af því að vera Íslendingur, yfir fólki sem átti það alls ekki skilið. Ég hef staðið hrærður við náttúruperlur þessa lands — einu sinni með plastpoka á hausnum einhverra hluta vegna — og hrópað hvílík óskapleg gæfa það er að vera Íslendingur og svo framvegis. Ég á mína lopapeysu. Ég borða mitt lamb. Ég spila á mína harmóníku. Ég raula með í þjóðsöngnum.Skotgrafir umræðunnar Ég held að hvert þjóðfélag sé ákaflega mikið markað af sögu sinni. Bandaríkjamenn deila mikið um byssueign. Það kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Maður sér þær deilur í öðru ljósi þegar maður tekur með í reikninginn að það er ekki nema 150 ár síðan Villta vestrið var í algleymingi og landnemar vörðu sig og sína með byssum. Byssan hefur einhvers konar þýðingu fyrir marga sem búa í samfélagi sem þannig varð til. Vonandi komast Bandaríkjamenn einhvern tímann nógu langt frá þeim veruleika til að geta endurskoðað samband sitt við morðvopn. Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því. Orðræðan eftir hrun var haldin þessum einkennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálfstæðinu.Tímabært að endurskoða Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skilgreind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið. Sjálfstæðið er ekki eins og hringurinn í Hringadróttinsögu. Þjóðin er ekki Gollum. Það er ekki meiningin að við eigum að hverfa inn í helli — eða út í móa — með sjálfstæðið, hlúa að því hvíslandi með sjálfum okkur — „my precious“ — og hvæsa á hvern þann sem nálgast okkur. Sjálfstæðið er fengið. Við erum sjálfstæð. Það er mikilvægt að allir átti sig á þessu. Ég ætla að leyfa mér að láta eftirfarandi flakka: Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri. Núna þarf þjóðin að fara að beina sjónum sínum að þeim. Spurningin sem þarf að liggja til grundvallar umræðunni hér eftir er þessi: Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnarstórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu?Margt er jú okkar Það er ekki hægt að nálgast þetta verkefni sem vænisjúkir sjálfstæðissinnar, sem sjá ógnir í hverju horni við séríslenska hagsmuni. Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar. Allt eru þetta ágætis hvísl fyrir Gollum og margt er þetta vissulega á ákveðinn hátt okkar, þótt arðurinn af mörgu þessu sé ekki endilega alveg okkar. Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningarverkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mannkynið okkar. Vísindin okkar. Viðskiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. Andrúmsloftið okkar. Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálfstæði 2.0. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar það mikilvægasta sem Íslendingar hafa nokkurn tímann eignast. Fyrir því var jú barist og mikilvægt sé að Íslendingar glutri ekki niður sjálfstæði sínu. Það þurfi að verja. Ógnirnar séu hvarvetna. Mín kynslóð, alin upp af fólki sem tók þátt í því af innblásinni hugsjón að byggja upp hið sjálfstæða þjóðfélag og auka velmegun þess, varð ekki ósnortin af þessum anda. Ég á minningar af sjálfum mér á námsárum í samkvæmum halda orðmargar ræður um mikilvægi þess að vera stoltur af því að vera Íslendingur, yfir fólki sem átti það alls ekki skilið. Ég hef staðið hrærður við náttúruperlur þessa lands — einu sinni með plastpoka á hausnum einhverra hluta vegna — og hrópað hvílík óskapleg gæfa það er að vera Íslendingur og svo framvegis. Ég á mína lopapeysu. Ég borða mitt lamb. Ég spila á mína harmóníku. Ég raula með í þjóðsöngnum.Skotgrafir umræðunnar Ég held að hvert þjóðfélag sé ákaflega mikið markað af sögu sinni. Bandaríkjamenn deila mikið um byssueign. Það kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Maður sér þær deilur í öðru ljósi þegar maður tekur með í reikninginn að það er ekki nema 150 ár síðan Villta vestrið var í algleymingi og landnemar vörðu sig og sína með byssum. Byssan hefur einhvers konar þýðingu fyrir marga sem búa í samfélagi sem þannig varð til. Vonandi komast Bandaríkjamenn einhvern tímann nógu langt frá þeim veruleika til að geta endurskoðað samband sitt við morðvopn. Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því. Orðræðan eftir hrun var haldin þessum einkennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálfstæðinu.Tímabært að endurskoða Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skilgreind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið. Sjálfstæðið er ekki eins og hringurinn í Hringadróttinsögu. Þjóðin er ekki Gollum. Það er ekki meiningin að við eigum að hverfa inn í helli — eða út í móa — með sjálfstæðið, hlúa að því hvíslandi með sjálfum okkur — „my precious“ — og hvæsa á hvern þann sem nálgast okkur. Sjálfstæðið er fengið. Við erum sjálfstæð. Það er mikilvægt að allir átti sig á þessu. Ég ætla að leyfa mér að láta eftirfarandi flakka: Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri. Núna þarf þjóðin að fara að beina sjónum sínum að þeim. Spurningin sem þarf að liggja til grundvallar umræðunni hér eftir er þessi: Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnarstórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu?Margt er jú okkar Það er ekki hægt að nálgast þetta verkefni sem vænisjúkir sjálfstæðissinnar, sem sjá ógnir í hverju horni við séríslenska hagsmuni. Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar. Allt eru þetta ágætis hvísl fyrir Gollum og margt er þetta vissulega á ákveðinn hátt okkar, þótt arðurinn af mörgu þessu sé ekki endilega alveg okkar. Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningarverkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mannkynið okkar. Vísindin okkar. Viðskiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. Andrúmsloftið okkar. Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálfstæði 2.0.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun